Er gott að borða hvalkjöt?

Í Færeyjum eru áberandi margir sem þjást af parkinsonsveiki. Þetta var rannsakað og þar kom í ljós að flestir  þeir sem fengu þennan sjúkdóm höfðu neytt mikið af grindhvalakjöti. Nú eru hvalir mjög ofarlega í fæðukeðjunni og óæskileg mengandi efni eins og kvikasilfur safnast upp í þeirra líkamsvefjum. Þannig að þarna er mjög líklegt beint samband milli þess að hvalakjötsneytendur í Færeyjum verða fyrir óbeinni eitrun. Þetta hefur í kjölfar með sér að ákveðnar sjúkdómar koma oftar til með að skjóta upp kollinum.

Eigum við hér á landi að borða þannig kjöt? Og eigum við að reyna að selja öðrum þjóðum þannig kjöt? Ég bara spyr.


Stormur í vatnsglasi?

Á mínum vinnustað í Varmárskóla hefur átt sér stað stórskrýtin uppákoma. Kennara "varð á" að láta nemanda fá góða og gilda gamla lestrarbók. Þar var notað orðið "negri" sem er ekki notað lengur í dag. En er þetta niðrandi orð um ákveðin kynstofn? Það var það ekki þegar þessi bók var búin til. Og orðið "negri" kemur frá orðinu "negro" sem þýðir "svartur". Ætli viðkomandi foreldri sem fór upp til handa og fóta hafi ekki ruglast á þessu og skammaryrðinu "nigger" sem er notað í niðrandi merkinu á Bandaríkjunum? Allavega var þetta það sem kallast stormur í vatnsglasi. Mér er spurn hvort börnin okkar í dag hafi ekki gott á því að átta sig á að sum orð breyta um merkingu í tímana rás? Þannig að það sem þótti sjálfsagt að segja í þá daga gæti sært einhvern núna í dag?
Eðlilegt þætti mér að óánægt foreldri hafi fyrst samband við viðeigandi kennara og ræði málin áður en þetta fer í fjölmiðlana. Það ætti að biðja kennarann afsökunar af þessu upphlaupi!

Illugi í regnbogalitum?

Flott hjá menntamálaráðherranum að vera með trefil um hálsinn sem honum var gefið af 78 samtökunum. Ekki bar mikið á þessum fatnaði því treflinum var stungið vandlega inn í úlpuna ráðherrans. En hann bar trefilinn, gott hjá honum en heldur hitt.

Forsetinn okkar

Jæja, gott að heyra að það fór vel á með Ólafur Ragnar og Pútin. Skyldi forsetinn okkar nokkuð hafa minnst á mannréttindabrotin í Rússlandi? En hann og Dorrit ásamt Illugi og Eygló skemmta sér væntanlega hið besta. Ég er stolt af minni gamalli þjóð að senda engan fulltrúa í klappliðið. Og mikið var gaman að sjá þjóðverjana koma inn á leikvanginn í þessum skemmtilegum litríkum búningum. Stórfyndið!

Framskólakennarar

Framskólakennarar eiga rétt á því að vera búnir að fá nóg. Laun þeirra er í engu samræmi við menntun og vinnuálag í starfi. Fróðleg eru viðbrögð menntamálaráðherrans. Ekki orð um sanngjörn hækkun kaupsins. Oh, nei, það á að "breyta kerfið" og stytta námið í framhaldsskólunum, spara einhverjar krónur með því sem - kannski - koma kennurunum einhvertíma til góða. Af því að í útlöndum ná nemendur að hespa þetta af á 3 árum. En aðstæðurnar hér eru bara ekki eins: Hér fjármagna margir framhaldsskólanemar sitt nám með sumarvinnu. Á sumrin vantar líka mikið af starfsfólki í ferðamannaþjónustu og tekst þetta vel í hendur. Unga fólkið kynnist í leiðinni atvinnulífinu og er það gott.

Illugi ætti að hugsa málin til enda í staðinn fyrir að varpa fram einhverjum hugmyndum um reddingar sem eru engum til góðs.

Ég óska ráðherranum góða skemmtun á ólympíuleikjunum. Vonandi fær hann tækifæri að mótmæla mannréttindabrotunum í Rússlandi hvernig svo sem þetta kunni að verða.


Hvenær eru vísindamenn pólitískir?

Vatnalíffræðingur Gísli Már var með áhugaverðan fyrirlestur á mánudaginn s.l. á vegum Hið Íslenska Náttúfræðifélags. Varla er hægt að fá færara mann til að segja frá sögu þjórsárvers og áratuga langa baráttu fyrir verndun þessa svæðis sem á sér fáa líka bæði hér á landi og í heiminum.

Margir viðurkenndir vísindamenn á náttúrusviði hér á landi hafa lagt mat á verðmæti Þjórsárvers. Niðurstaðan hefur verið að það ber að vernda þetta svæði fyrir frekari ágang manna með virkjun í huga. Nú þegar er búið að krukka ótæpilega í svæðið austan Þjórsár (Kvíslaveita).

Svonefndur umhverfisráðherra ætla samt að gefa Landsvirkjun tækifæri að færa sig frekar á skaft með að ráðast í Norðlingaöldulón. Athugasemdir um að fræðimenn eiga ekki að vera "pólitískir" eru auðvitað furðulegar. Eru fræðimenn einungis "pólitískir" þegar þeir tala ekki mál ráðherrans sem vill halda áfram með virkjunar- og stóriðjubrölti eins og enginn sé morgundagur?


Af hverju ekki Ómar Ragnarsson?

9 manns eru ákærðir úr þeim hópi sem stóð fyrir mótmælunum í Gálgahrauni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið í friðsömum mótmælum. Hver stóð fyrir því að síga lögregluna á þá og eru það skilaboð um að það sé bannað að mótmæla í okkar landi sem kennir sig við lýðræði?

Ómar Ragnarsson er einn af þeim sem hefur haft sig sem mest fram í umhverfisvernd. Hann var líka í þessum mótmælum og var handtekinn. Samt var hann ekki ákærður eins og hinir 9. Nú spyr ég: Af hverju ekki hann? Sennilega þorði enginn að gera það af svona vinsælum manni.

Þetta lýsir hve óréttlátt þessi ákæra er. Taka af handahófi 9 manns og ákæra þá. Fyrir hvað?


Afnám verðtryggingar

Aðalvandamálið hér á landi er auðvitað að við sitjum uppi við ónýtan gjaldmiðil. Þess vegna þarf fyrst og fremst að afnema krónuna. Þá mun allt hitt sennilega lagast í kjölfari. Menn ættu nú að snúa sér að rót vandans frekar en að reyna eitthvað að krukka í yfirborðið. Sigmundur Davíð og hans flokkur eru andsnúnir því að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil og eru að tapa sér í einhverjum þjóðrembingi. Í kvöld hefði ég gjarnan vilja sjá forsætisráðherran í Kastljósi að ræða þessi mál. Kannski hefur honum ekki geðjast að mæta í kappræður og svara fyrir varasömum fullyrðingum.

Bindindi og bindi

Allir eru væntanlega sammála um að það á að allir eiga að vera edrú á þingi. En skondið þykir mér að forseti alþingis, Einar Kr. leggur ofuráherslu á að menn eiga að vera með bindi. Hafa menn ekkert þarfara að gera en að agnúast út af svona? Þetta minnir mig á að einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði á sínum tíma alla sína orku í að koma þjóðfána á réttan stað í þingsalnum.

Ég skora á alla þingmenn og konur að snúa sér áð þeim málum sem máli skipta.


Búsáhaldabirting, in memoriam

Búsáhaldabirting, in memoriam Á þessum degi ársins byrjaði fyrir alvöru þessi svonefnda búsáhaldabirtingin. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í henni. En ég er einnig sorgmædd vegna þess að hún hefur skilið lítið eftir sér. Spillingaröflin sem okkur langaði til að reka frá fyrir fullt og allt eru aftur mætt til valda. Þjóðin kaus þau þótt óskiljanlegt sé. Menn létu einu sinni enn gabba sig af einhverjum gylliboðum sem engin innistaða er fyrir. Ég væri alveg til að berja potta og pönnur og mótmæla því sem er að gerast í íslensku þjóðfélaginu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband