Hættið að borða, keyrið þið meira í staðinn!

Hvað er mönnunum mikilvægast af öllu? Þar stendur maturinn í fyrsta sæti, hugsa ég. Jafnvel fátækustu menn þurfa að borða. Margt annað sem við kaupum og notum gætum við verið án. En fjármálaráðherra vill "einfalda" virðisaukaskattinn, hækka neðstu þrepin en lækka efstu. Þannig að maturinn mun hækka en margar lúxusvörur lækka. Húrra fyrir Bjarna Ben., sannarlegur vinur litla mannsins!

Blessaða ruslið

Blessaða ruslið
Á leiðinni heim til mín úr Varmárskóla í Mosfellsbæ rakst ég á fullt af ruslatunnum sem biðu út á götu til að vera tæmdar. Á mörgum þeirra var lokið fokið upp vegna þess að þær sneru með opna hliðina upp í vindinn. Í svona veðri eins og í dag er þetta auðvitað slæmt: Ruslið fýkur út um allt. Ruslhirðslan er auðvitað erfitt í þessu færi en með svona einföldum reglum eins og að snúa tunnunum "rétt" væri hægt að minnka það magn ruslsins til muna sem fýkur út um allt.
Ég er einnig að spá hvort minn heimabær er svo illa staddur í fjármálunum að ekki sé hægt að skaffa vegleg ruslílát á almannafæri. Svona standandi ruslsafötur sem er ekki hægt að opna með einu sparki að neðan. Kannski finnst þeim sem liður illa andlega og þurfa að sparka upp sorpílátin að hundaskítspokar út um allt séu fallegir? Á skólalóðinni í Varmárskóla hafa ekki verið settar upp ruslílát í fjöldi ára. Er bæjarfélagið virkilega svona illa statt?

Kjarsamningar, alltaf sama saga

Hvernig getur launafólkið sætt sig við að alltaf eru gerðar sama samningar, prósentuhækkun á laununum. Þeir sem getur reiknað - og það eru flestir - vita að þeir sem hafa gott kaup fá miklu meira úr bitunum en þeir sem hafa það sem verst. Og nú þegar eru raddir uppi sem segja að verðlagið mun hækka talsvert. Á hverjum mun það bita mest? Giskið þið þrisvar!

Haltu kjafti og vertu þægur

Skilaboð þeirra manna sem héldu áramóta- og nýársávarp hljómaði í mínum eyrum svipað: Það á að sýna "samstöðu". Samstöðu um hvað? Samþykkja öllu sem ríkisstjórnin leggur til? Samþykkja  að þeir ríku verða ríkari og að þeir sem hafa litlu milli handa fái einhverjar brauðmola frá alsnægtaborðinu? Samþykkja að arðræna okkur þeirra auðlinda sem mestu máli skipta: Náttúrufegurð, ferðamennsku, sjálfbærra orku, fiskiauðlind í sjónum? Ég neita því að sýna samstöðu þeirri stefnu sem þessi ríkisstjórn hefur nú þegar sýnt. Lýðræðið einmitt byggist á því að raddir í þjóðfélaginu heyrist og ekki allir gangi í takt. Stutt er að minnast tölvupóstinn hans Gunnar Braga utanríkisráðherra að það þyrfti að koma í veg fyrir að náttúruverndarsinnað fólk kæmist að. það segir allt af þeim í framsóknarflokki: Ekki hleypa þeim að sem eru ósammála.

Gleymum ekki að taka til

Margir strengja áramótaheit og margt fjallar um að vera duglegri að hreyfa sig, stunda líkamsrækt og grenna sig til að passa inn í þann staðal sem tískan skipar okkur fyrir. Menn fögnuðu áramótin með "viðeigandi hætti", sendu margar milljónir upp í loftið -þetta er nú gott því það styrkir björgunarsveitirnar! Menn gleyma að hægt væri að veita þeim styrk á annan hátt.

Nú, það sem liggur eftir á götunum eru óteljandi pappakassar og alls konar drasl. Frá því í fyrra man ég eftir að sumt af þessu lá eftir langt fram á vor. Búast menn virkilega ennþá við því að "einhverjir aðrir" munu sjá um að hirða ruslið? Brettum nú upp ermina og hreinsum í kringum okkur eftir áramótagleðina!


Hugsum vel um dýrin

Vitað er að mörg heimilisdýr verða skelfing uppmáluð í látunum í kringum aldamótin. Hundar og kettir ættu að vera inni og helst með því mannfólki sem þeir treysta mest. Og ef ég ætti hesta myndi ég taka þá í hús, ekki spurning!

Gleðilegt nýtt ár og hugsum vel um dýrin.


Íþróttamaður ársins

Án þess að gera lítið úr árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta þá fannst mér alveg yfirþyrmandi hve mikið fótboltinn er metinn hér á landi. Og þá auðvitað karlafótboltinn. Þrír leikmenn úr karlafótbolta voru meðan þeirra 10 sem voru tilnefndir. Auðvitað var karlalandsliðið valið lið ársins! Hvað um fimleikakonurnar sem unnu norðurlandatitillinn? Eða kvennalandslið í fótbolta sem náði eiginlega betri árangur en karlarnir? En þetta eru "bara" konur! Af 10 íþróttamönnum sem voru tilnefndir voru einungis 2 konur. Og ein af þeim stóð að mínu mati algjörlega upp úr á síðasta árinu þó hún er bara 17 ára. Aníta Hinriksdóttir er íþróttamaður ársins hjá mér, ekki spurning. Hennar árangur er einstaklega glæsilegur og skáka alla hina við. En karlafótbolti skal það vera.

Bless, Mr. Bless

Nú segir Mr. Bless, forstjóri frá Century Aluminium að ekki yrði farið lengra með álverið í Helguvík. Orkuverðið sem er í boði hér væri of hátt, Landsvirkjun gæti ekki útvegað nægilega orku á ásættanlegu verði og þess vegna væri hann að lita á fjárfestingu í Helguvík sem "sokkinn kostnað".

Loftkastali Árna Sig. í Reykjanesbæ er sprunginn. Raunsæir menn sáu  fyrir löngu að draumórar um að bjarga atvinnulífið á Reykjanesi með risa álveri munu ekki standast, orkuöflun og orkuverð voru reiknað út frá afarvitlausum forsendum.

Hvað nú? Reykjanesbúar eru örugglega færir um að skapa atvinnu með "einhverju öðru" eins og fólk viðar á landinu ef þeir hætta loksins að einblína sér á álversdraum sem engar forsendur eru fyrir.

Bless, Mr. Bless, gott að þú segir hvernig málin standa, þá loksins getur fólkið snúið sér að atvinnusköpun sem hentar okkur betur hér á þessu litla landi.

En spennandi verður hvernig næstu sveitarkosningar munu lita út. Væntanlega þurfa þá sumir að taka pokann sinn.


PISA

Niðurstöðurnar nýjustu PISA rannsókna sýnir glöggt að við drögumst aftur úr í hvað gæði og árangur í skólunum snertir. Það er ekki skrýtið. Sífelldur sparnaður eða "hagræðing" eins og það er kallað hefur sínar afleiðingar.

Í  grunnskólum okkar er öll breiddin að finna: Afburðarnemendur, börn með alls konar vandamálum, líkamlega og sálræna fötlun, róleg börn sem gleymast og einnig einstaklingar sem ættu alls ekki að vera í venjulegum námshópi því þeir setja allt í uppnámi og taka mest alla orku frá kennaranum. Þetta bitnar á allri kennslu, ekki spurning! Á meðan við þurfum að taka við öllum börnum í grunnskólunum þá þurfum við að skapa umhverfi sem þeir geta þrífast í. Það þýðir: Sérdeildir sem eru fámennir og með sérmenntuðu fólki, stuðningsfulltrúar sem sinna börnum með sérþarfir en einnig þurfum við að skapa bráðgerum börnum námsumhverfi sem þeim leiðist ekki í. Allt þetta kostar.

Skólakerfið hjá okkur er illilega fjársveltur. Kennarakaupið er rýrt , en samt á að hlaða alltaf meira og meira ábyrgð á skólana í staðinn fyrir að foreldrar eru til að taka sitt uppeldishlutverk alvarlega.

Ef við í grunnskólunum þurfum fyrst að ala börnin upp - sem foreldrar ættu að gera - þá er minna tími fyrir kennslu og fræðslu. Það bitnar auðvitað á námsárangur, ekki spurning.


Það fæddist lítil mús

Þarna kemur það: Ekki 300 milljarðar til leiðrétta skuldir heimilanna engir "hrægammar" sem borga þetta. 80 milljarðar sem - kannski - er hægt að ná úr bönkunum. Lagalega óvissa er um slíkt. Fugl í skógi?

Hvað stendur eftir? Jú ríkið mun vera ábyrgð fyrir aðgerðirnar. Við semsagt borgum brúsann. Sett verður í einn vasa en tekið úr öðrum. Þannig lita þessar "stórkostlegar" aðgerðar hans Sigmundar D. út. þar sem ég var alltaf hófsöm og skuldar ekki neitt þá verður tekið úr mínum vasa en ekkert sett í staðinn. Mætti ég ekki amk. þá taka minn viðbótarsparnað út skattlaust eins og skussarnir sem kunnu ekki að sniða sér stakk eftir vexti? Ég bara spyr.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband