Hvers á ferðamaður að gjalda?

Þegar maður er að vinna í ferðaþjónustu þá finnst manninum margt furðulegt. Ferðaþjónustan hefur vaxið og dafnað og skilað talsvert af tekjum inn í þjóðarbúið. Samt er til fólk sem talar eins og ferðamenn séu óæskilegt fyrirbæri. Þeir tala um að vilja ekki fá fleiri "túrhesta" hingað því að þeir séu að skíta út allt hálendið og menga landið. Sem leiðsögumaður hef ég lengi verið hissa út af aðstöðuleysinu sem við bjóðum ferðamönnunum upp á. Tökum dæmi: Þegar maður fer Snæfellsneshringinn með hóp þá er maður í verstu vandræðum að bjóða fólkinu upp á salernisstopp. Á Djúpalónssandi t.d. voru búnir til kamrar en hafa aldrei verið nothæfar. Er von á að ferðamenn "skíta út um allar trissur" ef hvergi er hægt að komast á klósett? Allir vilja selja ferðamönnum eitthvað að borða og drekka. En allt sem fer inn fer líka út aftur. Klósettþjónustan er ekki arðbært fyrirtæki en er sjálfsögð þjónusta. Bjóðum ferðamönnunum upp á betra þjónustu en það sem er í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Heyr, heyr!!
Það er eins og  vinstri höndin og hægri höndin hittist aldrei til að benda ananrs vegar á vanda og hins vegar á lausnir.

LKS - hvunndagshetja, 2.7.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband