Hérna - sko - þú veist

Nú er ég nýbúin að hlusta á kjaftaþátt í útvarpinu á rás 2 milli kl. 10.00 og 10.30. Hérna sko þá var þetta semsagt mjög pirrandi þú veist. Menn tala  þannig að hikorð eru nánast í hverja setningu. Þegar ég var í kennaraskóla úti í Þýskalandi þá fóru nemendur í talþjálfun. Þar þurftu menn að flytja erindi og allir hinir sem hlustuðu voru með blað að merkja við allar slæmar málsvenjur. Þetta var harður skóli og olli magapínu og svitaköst. En menn lærðu að vanda talið. Mér finnst að mönnum sem fá að masa langan tíma í útvarpinu ættu að geta sleppt öllu hérna - skó - þú veist, það er hægt að þjálfa sig í þessu.

Hver lýgur mest?

Sigmundur Davíð Guðlaugsson er að saka stjórnarandstæðingar um að ljúga áður en nokkur maður hefur opnað munninn á þeim bæ. En honum finnst að menn munu örugglega ljúga þegar hann ber upp lang lofuðu skuldaniðurfærslur til að bjarga heimilin á Íslandi. Ekki er spáð í öll heimilin heldur er boðið "uppreisn millistéttar". Og af því að "hrægammarnir" hafa mjög takmarkaðan áhuga á því að taka þátt í kostnaðinum þá á auðvitað ríkið að vera ábyrg fyrir hans reiknikúnsta. Þannig að almenningin borgar brúsann. Tekið verður úr einum vasa og sett í annan. Ég bið spennt eftir að SDG birtist eins og bjargvættur og tekur upp úr stórum jólasveinapokanum sínum allar þá dýrðir sem hann er búinn að lofa. Þá kemur í ljós hver lýgur mest.

Karlrembuklúbbur?

Úrslit í prófkjör Sjálfstæðisflokksins er konum ekki hliðhollt. 3 Karlar í efstu sætunum. Þarna er greinilega ennþá að hugsa um að hafa "sterka einstaklinga" til að rífa flokkinn upp úr öldudalnum. Á hvaða öld erum við eiginlega?

Sykursull

Mikið þörf er á að benda á það hve mikill sykur er í mörgum mjólkurvörum. Og foreldrar kaupa þetta fyrir börnin sín í þeirri trú að það sé hollt. Inn í þetta spilar einnig að það er svo þægilegt að kaupa fallaga dós til að láta barnið hafa með í nesti. Minna fyrirhöfn en að smyrja.

Það er auðvitað mjög slæmt hve mikið af svona "dollumatur" og einnig litlum drykkjafernum með einhverju sykursulli í er keypt daglega. Ruslatunnurnar í skólunum eftir nestistímanum tala sína sögu, þvílíkt magn af plasti og alls konar efnum sem fer illa í náttúrunni og brotna mjög hægt niður! Út frá umhverfissjónarmiðum væri mjög æskilegt að börnin kæmu í skólann með heimatilbúið nesti í nestisboxi og margnota drykkjabrúsa.


Filippseyjar: Neyðarkall

Filippseyjar

 

Óveður sem á sér varla sína líka hefur farið yfir Filippseyjanna. Við í vestrænum löndum hafa óbeint áhrif á svona veðurofsa. Við hér á Íslandi þyrftum margar jarðar til að lifa á eins og við högum okkur núna. Því miður eigum við mikinn þátt í þeirri óheillaþróun.

Við höfum slæm áhrif á allt sem jörðin okkar snertir með okkar neyslusamfélaginu. Þjóðir annarstaðar í heiminum þurfa að liða fyrir því að við kunnum okkar ekki hóf hér á vestrænu löndunum, bruðla með auðlindum og gefa skít í allt sem snertir  loftslagsbreytingunum. Flestir landsmenn gætu með léttu sett smá pening í söfnun sem myndi létta undir þeirri þjáningu sem þúsundir manna þurfa að glíma við á Filippseyjum nú um stundir. Við höfum nóg að bita og brenna og gætum hjálpa þeim sem eiga ekkert nema lifið sitt og varla það.


Að lengja hengingarólina

Sigmundur Davíð er að reyna að lengja hengingarólina með því að vekja vonir um einhvern dularfullan hagnað í sambandi við einhverja olíuvinnslu á norðurslóðunum. Þar er hann að fara í hefðbundna slóðir, lofar margt sem stenst svo ekki. Í kvöld voru þrisvar sinnum viðtöl við hann í sjónvarpinu. Hann sagði margt en meinaði ekkert.

Tíuþúsundseðillinn

Í dag sá ég tíuþúsundkallinn í fyrsta skipti. Mikið er hann flottur. Og svo yfirfullt af náttúrurómantík. Jónas Hallgrímsson, kvæðin hans, lóan, hörpuskel, fuglar, sjór og fiskar. Það lá við að mér yrði óglatt, þetta getur ekki verið annað en grín. Náttúruverndarsjónarmiðin eru fótum troðin með tilkomu ríkisstjórnarinnar sem er við völd núna. Allar þær ákvarðarnir sem hafa verið uppi undir þeirri stjórn eru í þágu græðgi og rányrkju. Náttúruvernd hvað?

Halloween

Ég sem kennari í grunnskóla fæ alveg græna bólur þegar er minnst á halloween. Við höfum öskudaginn og á þeim degi er allt vitlaust. Hvers vegna eigum við að taka upp einhverjum bandarískum sið í viðbót? Börnin okkar eru allt of æst og spennt, kunna sum ekki að slaka á. Þetta er ekki gott fyrir heilsuna. Spenna og slökun eiga að vera í jafnvægi. Þannig að í okkar yfirspenntu þjóðfélagi ættum við frekar að stuðla að rólegum stundum heldur að æsa krakkana upp með einhverjum viðbjóði eins og er í boði í halloween. Alveg eins og vikurnar fyrir jól: Þá ættu menn hafa það notalegt í staðinn fyrir alla þessa ös sem er venjulegt á íslenskum heimilunum.

Vel varin fé skattgreiðenda?

Jæja, Hanna Birna! Ætlar þú að telja okkur trú um að skattpeningarnir okkar séu vel varin? 2 milljarðar í óþarfan veg um Gálgahraunið? Er þetta mikilvægasta verkefni í dag sem þolir enga bið? Þannig að það þarf að keyra þetta áfram með látum án þess að biða eftir niðurstöðu dómstóla? Hvað liggur svona á? Eru einhverjir verktakar að veifa einhverjum seðlum framan í Sjálfstæðisflokkinn?

2 milljarðar gætu komið að miklu gagni í heilbrigðiskerfinu. Fróðlegt væri að hafa skrá um alla sem deyja vegna ónógra umönnun og vegna of mikils álags á starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ætla þetta séu ekki margfalt fleiri en deyja á þessum "stórhættulegum" núverandi Álftanesveg?


Hver er að brjóta lög?

Friðsamleg mótmæli eru ekki lögbrot, friðsamleg mótmæli eru þáttur í lýðræðissamfélaginu þar sem fólkið lætur í sér heyra þegar því er illilega misboðið. Illa er komið fyrir lýðræðið ef lögreglan er sígið á fólk sem er að vekja athygli á mál sem er ekki í lagi. Hraunvinirnir í Gálgahrauninu mótmæla réttilega því að verktakar fara af stað með framkvæmdum áður en dómsstólar hafa ákveðið um kæruna. Þetta er yfirgangur og frekja þar sem peningaöflin ráða öllu. Þessi nýi vegur kostar morðfjár, er sennilega óþarfa og eyðileggur stórkostlegt landslag á höfuðborgarsvæðinu. Hvað liggur verktökunum svo mikið á? Hefur lögreglan ekki fullt af aðkallandi verkefnum sem eru meiri áriðandi en að bera fólk út af svæðinu þarna í Gálgahrauninu? Hver er að brjóta lögin hérna?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband