Bjarni gleymir einu

Bjarni Benediktsson gleymir einu í Icesave- málinu: Það var formaðurinn hans flokks, Geir Haarde sem skrifaði undir samning  sem var talsvert verra en þessi sem er núna uppi. Undarlegt þykir mér einnig að sumir sjálfstæðismenn telja núna allt í einu að Þjóðaratkvæðagreiðsla ætti ekki að fara fram. Ekki eru margir dagar liðnar frá því að Pétur Blöndal lagði slíkt fram á Alþingi með stuðning hans flokks. Hvaðan kemur þessi skoðunarskipti? Hafa Sjálfstæðismenn áttað sig á því að þeirra skotgrafarhernaður bar ekki áætlaðan árangur?
mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Úrsúla:

Í fyrsta lagi var ALDREI neinn samningur á borðinu - þetta er einfaldlega rangt hjá þér.

Í öðru lagi þá vilja sjálfstæðismenn að sjálfsögðu semja, á forsendum íslendinga og með rétt þjóðarinnar að leiðarljósi, ekki á forsendum Breta og Hollendinga.  Ástæðan er sú að rétturinn er allur okkar megin, þetta er að koma betur og betur í ljós með upplýstari umræðu og almenningsálit í þessum löndum er á bandi íslendinga. 

Í þriðja lagi hafa engin skoðanaskipti farið fram.  Þú ert greinilega að vísa til fréttarinnar á Stöð 2 í gærkvöldi, sem var alröng og ég hneykslaðist mikið á, vegna þess að ég VAR á fundinum í Valhöll og get borið um það vitni að Bjarna hefur ekki snúist hugur.

Sigurður Sigurðsson, 10.1.2010 kl. 09:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var búið að skrifa undir minnisblað við Hollendinga, en ekki hafði verið gengið frá neinu við Breta.  Þetta var gert í miklu andlegu uppnámi íslenskra ráðamanna, dagana eftir bankahrunið og búið var að setja hryðjuverkalög á landið og stöðva allar gjaldeyrisfærlur til landsins.

Þá daga var gjaldeyrisvarasjóðurinn eingöngu notaður til að leysa út lyf og olíuvörur, þannig að algert neyðarástand var í landinu, þó fjölmiðlar og almenningur gerði sér ekki grein fyrir því, á þeim tíma.

Jafnvel þó fjárkúgarar fái einhverjum kröfum sínum framgengt, eru þær ölöglegar, eftir sem áður.

Þessi neyðargerningur var felldur úr gildi, þegar samþykkt var að svokölluð "Brusselviðmið" skyldu höfð til hliðsjónar við úrlausn Icesavemálsins.  Það hefur Ingibjörg Sólrún útskýrt allt saman í blaðagreinum og skýrslu til Alþingis, svo ekki þarf að hafa neina Sjálfstæðismenn til vitnis um það.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2010 kl. 10:15

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki gott að líta aðeins aftar og skoða hver/hverjir voru arkitekt/ar hrunsins. Það mun vera maður að nafni Davíð Oddsson sem fyrirskipaði hver peningastefna ætti að vera og hvert efitirlitið eða öllu heldur eftirlitsleysið ætti að vera, hann stóð gegn því að fyrirtæki fengju að gera upp í erlendri mynt, sem torveldaði Landsbankamönnum að gera bankann sinn í London þannig úr garði að hann heyrði undir bresk yfirvöld. Davíð starfaði sem Seðlabankastjóri í skjóli Geirs H Haarde forsætisráðherra sem er hagfræðimenntaður. Það allt er miklu stærra mál en hvort einhver skrifaði undir eða ekki.

Davíð var líka á þeim tíma búinn að kasta Kastljóssprengunni sinni sem orsakaði virkni Hryðjuverkalaga gagnvart okkur. Kostnaður vegna "stjórnar" Davíðs á Seðlabankanum er svo miklu miklu meiri en ICESAVS og það er verið að nota þessa "deilu" við Breta og Hollending til að Seðlabankasukkið sé ekki rætt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 13:20

4 identicon

Úrsúla,  FYLGSTU MEÐ.

Það er kjaftæði frá rótum að Geir hafi undirritað einhvern samning sem bindi á einhvern hátt hendur núverandi ríkisstjórnar.

Samfylkingin og VG eiga þennan Icesavesamning skuldlausan.  Það voru þeir sem völdu samninganefndina, það voru þeir sem ákváðu við hvað þeir vildu miða og hverju þeir voru tilbúnir að kyngja.  Það voru þeir sem börðu þetta í gegnum þingið og voru tilbúnir að skrifa undir án þess að lesa samningana.

Og það er rétt sem Sigurður Sigurðsson segir,  Bjarna hefur ekki snúist hugur.  Ég var á þessum fundi og hlustaði á Bjarna.   Það var síðan ÖMURLEGT að horfa á fréttir stöðvar tvö sem vísvitandi afbakaði orð Bjarna í þeim tilgangi að verja þá ömurlegu stöðu sem ríkisstjórnin er búin að koma sér í.   

Eftir að hafa orðið vitni svona "fréttamennsku" af hálfu 365 miðla þá mun ég alrei nokkurntímann geta tekið fréttaflutning þeirra alvarlega.

Hrafna (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl Úrsúla. Ég held að í rauninni vilji ENGINN fjórflokkanna þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá þeirra sjónarhóli er það skiljanlegt vegna þess að með henni er þingræðið frá þeim tekið - að minnsta kosti í þessu tiltekna máli.

En ég hafna því að okkur sé ekki treystandi til þess að taka afstöðu til Icesave með þjóðaratkvæði. Ef fjórflokkurinn telur óhætt að leyfa okkur að greiða atkvæði í alþingiskosningum því þá ekki einnig nú?

Kolbrún Hilmars, 10.1.2010 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband