Hvers vegna spilaviti?

Þeir sem fylgdust með Kastljósinu í gær voru eflaust undrandi eins og ég að heyra rökstuðning hans Arnars fótboltakappans og athafnamanns sem mælti með spila- casino hér á landi: Að það væri betra að gera svona starfsemi lögleg til að hafa einhver eftirlit með og afla auk þess ríkinu skatttekjur í staðinn fyrir að fjárhættuspil séu stundað ólöglega. Hvað er maður að meina? Spilafíkn er sjúkdómur líkt því að vera háður áfengi eða eiturlyfjum og hefur rústað oft tilveruna þeirra sem stunda þetta. Á þá að leyfa opinbera eiturlyfjasölu af því að slíkt "stuff" er neytt hér á landi hvort sem er? Og leyfa krökkunum að kaupa áfengi í matvörubúð vegna þess að sumir geta útvegað sér búsið hvort sem er? Nei, mér finnst að ófögnuður eins og spilaviti er nú ekki það sem við þurfum til að auka tekjurnar okkar hér á landi. Ekki frekar en opinbert vændishús eða sukkhelgar fyrir erlenda ferðamenn. Erum við virkilega sokknir svona djúpt siðferðilega?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í viðtali við Snorra Magnússon formann Landssambands lögreglumanna í fjölmiðlum í morgun benti hann á, að sér kæmi mjög einkennilega fyrir sjónir að hugmynd um spilavíti kæmi upp á sama tíma og þessir Norðmenn sem tengjast Englum helvítis bera hingað að garði.

Víða þar sem þessi umdeildu samtök starfa, hafa þau lagt undir sig alls konar neðjanjarðarstarfsemi þar sem eiturlyf, spilavíti, vændi og mansal koma við sögu. Kvaðst Snorri flest sem íslendingar þyrftu annað en spilavíti og þessa umdeildu „engla“.

Snorri hefur á undanförnum árum stúderað mjög vel og nákvæmlega þetta einkennilega fyrirbæri og vill gjarnan að við Íslendingar berum þá gæfu að halda þessum ófögnuði sem lengst frá landsteinunum. Af hvoru tveggja stafar aðeins endalaus vandræði og kostnaður fyrir það opinbera. Við þurfum að nota opinbera fjármuni betur í nytsamari verkefni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband