10.2.2010 | 12:26
Ný búsáhaldabylting, takk!
Hvernig geta menn sem "eiga" fyrirtæki geta samt verið laus allri ábyrgð þegar það kemur að skuldadögum? Ólafur Ólafson þykist geta það, Bónus- feðgar þykjast geta það líka. En við sem skulda ekki skrilljon - trilljon heldur bara nokkrar milljónir geta ekki afskrifað neitt. Ekki heldur lítil fyrirtæki sem stunduðu heiðarleg starfsemi og fóru illa út úr kreppunni. Ríkisstjórnin yppir axlirnar og segir að þetta sé mál bankana. Bankastjórinn yppir axlirnar og segist geta ekkert gert.
Eigum við sem sitja í djúpum skít í kreppunni og þurfum að taka á okkur mjög sársaukafullar skerðingar í velferða- og menntakerfinu sæta okkur við að drullusokkarnir sleppa og mega meira að segja áfram eiga hlut í fyrirtæjum eins og ekkert hafi gerst?
Þetta má bara ekki gerast. Mér ofbýður gjörsamlega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.