3.3.2010 | 15:17
Á maður að kjósa?
Ég efast stórlega um að margir vita um hvað er verið að kjósa núna nk. laugardag. Það snýst ekki um hvort við borgum Icesave- skuldirnar eða ekki. Það snýst um hvort við samþykkjum samningar frá því í haust sem Forsetinn neitaði svo að skrifa undir eða ekki. Ég var hingað til fastlega ákveðin að greiða atkvæði með þessum samningum og klára þetta mál loksins sem hefur sett svo margt hjá okkur í biðstöðu. En núna þegar betri samningar eru væntanlega er eiginlega alveg óþarfi að kjósa því gamla samningurinn mun falla úr gildi hvort sem er. Miður er að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er að verða að eins konar farsi. Ég hefði vilja fá á sínum tíma atkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjunin eða einkavæðingu bankana. Ég er mest hrædd við að hrunflokkarnir (Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur) munu hamra á því eftir kosningunni að þjóðin stendur ekki lengur bak við núverandi ríkisstjórn og reyna allt sem þeir geta til að komast í kjötkatlana aftur. Aðalgjammarar Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð sem koma fram daglega í viðtöl og hafa yfirleitt neitt merkilegt að segja bera vott um slík áætlun. Ég ætla bara að minna á stóra Noregslán sem Sigmundur D. ætlaði að útvega til að bjarga þjóðina. Hvað varð úr þessu? Hver tekur mark á svona mönnum?
Athugasemdir
Ef þú vilt styrkja samningsstöðu Ísland þá ferðu´á kjörstað og segir NEI , en ef þú vilt að við borgum Bretum og Hollendingum sem mest þá segir þú já. Svona er málið einfalt.
Ragnar Gunnlaugsson, 3.3.2010 kl. 16:07
Rétt hjá Ragnari.
Með öðrum orðum, "JÁ" ef við viljum borga sem mest. Þá getur þó ekki verið að við séum íslenskir þegnar og skattgreiðendur.
Aðeins er boðið upp á "JÁ" eða "NEI". Skýring á "JÁINU" er hér að ofan svo það er aðeins "NEIIÐ" eftir.
Við ættum að fara og "velja" "NEI" þar sem ekki er annar möguleiki!
Þetta er kostulegt. Eins og að fara á kjörstað og velja um það hvort maður vilji borga OF mikið í skatta eða MÁTULEGT!! :)
Eygló, 3.3.2010 kl. 23:55
Þetta er bara ekki svona einfalt. Enginn veit hvað fylgir því að segja nei. Enginn betri samningur í sjónmáli, stífir viðsemjendur af ríkjum sem eru sjálf í stjórnmálakreppu. Og endalaust allt í biðstöðu hér. Ekki má gleyma að þessi bið kostar okkur talsvert.
Úrsúla Jünemann, 4.3.2010 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.