9.3.2010 | 11:09
Ál- grátkórinn
Í dag er mjög góð og vel rökstudd grein í Fréttablaðinu sem Magnús Jónsson veðurfræðingur skrifaði. Hún fjallar um skynsama og hagkvæma notkun auðlinda hér á landi. Framtíðarhag þjóðarinnar felst nefnilega ekki í einhverja rányrkju þar sem ekki er spáð í morgundaginn. Við eigum auðlindir, nóg af því sem þarf bara að nota á sjálfbæran og skynsaman hátt, spá frekar í gæði heldur en magnið. En það gerum við ekki með því að planta hér niður fleiri risaverksmiðjur sem fá orku á gjafaverði og eru með okkar framtíð í vasanum hjá sér.
En það er bara alveg sama hvert litið er: Formaður samtaka atvinnulífsins, formaður ASI, formaður samtaka iðnaðarins, allir sameinast í grátkór um fleiri álver. Er ekki tími kominn til að við "mokum" frekar undir lítil og meðalstór fyrirtæki sem skapa langflest störf hér á landi?
Í því sambandi langar mig að varpa hér fram hvort Helgi Magnússon, formaður samtaka iðnaðarins væri ekki til að biðja Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra afsökunar fyrir mjög ómálefnaleg gagnrýni nýlega. Ég fagna því að við höfum loksins fengið umhverfisráðherra sem fer eftir lögum og tekur málstað þess sem henni er falið.
Athugasemdir
Hvað hefur þú á móti álverum?
kv HH
Halldóra Hjaltadóttir, 9.3.2010 kl. 11:26
Ekkert sérstaklega. Ég er bara á móti einhlíða stefnu sem drepur aðra atvinnugreina sem eru miklu arðbærara til langs tíma litið. Skoðum nú bara hvað hvert starf í álveri kostar samanborið við önnur störf.
Úrsúla Jünemann, 9.3.2010 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.