Færri bílar á götunum

Segið þið nú ekki að allt sé vont í kreppunni! Á vísir.is er hægt að fræðast um það í dag að bílafjöldinn á vegum landsins er farinn minnkandi og maður þarf að fara 4 ár aftur í tíma að sjá alveg eins. Olíufélögin eru að kveinka sér yfir minna sölu á dýru dropunum því að landsmenn eru ekki alveg búnir að gleyma hvernig hægt er að spara og draga úr óhóflegri neyslu. Sumir taka jafnvel strætó sem þótti 2007 afar hallærislegt! Hvað svo að hjóla ferðir sínar og það þótt það rigni og blæsi á móti. Gott fyrir heilsuna, gott fyrir umhverfið, gott fyrir budduna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband