Magma Energy og Kerlingarfjöllin

Í Fréttablaðinu í dag 30.5. er sagt frá því að Magma Energy hefur haft viðræður við sveitarstjórn Hrunamannahrepps um rannsókn á virkjunarkostum í Kerlingarfjöllum.

Hugsið ykkur: Kerlingarfjöll! Það getur enginn fullyrt að það kemur hvort sem er enginn þangað (Þetta voru rökstuðningur fyrir Kárahnjúkavirkjunin á sínum tíma). Kerlingarfjöll eru náttúru- og útivistarparadís sem margir þekkja og hafa góða minningar til. Það er meira að segja mjög auðvelt að komast þangað.

En svo koma menn frá einhverju varasömu fyrirtæki sem hefur komist til landsins á afar varasömum forsendum og vilja rannsaka virkjunarkostir á þessu stórkostlegu svæði. Hvað er að? Er ekki komið nóg? við skulum vera á verði í sambandi við okkar auðlindir. Náttúrufegurð er auðlind, ekki gleyma því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband