5.5.2010 | 15:46
Guðlaugur Þór, þinn tími er kominn
Guðlaugur Þór, þinn tími er kominn.
Eftir viðtal í Kastljósinu í gær finnst örugglega mörgum að Guðlaugur Þór ætti að taka pokann sinn og biðja um frí frá þingstörfum. Ég vitna nú bara í eina svari hans þegar spurt var um hvort rétt hafði verið að þiggja svona háa styrkir í kosningarbaráttunni. Það voru engin lög og hver og einn setti sér reglur. Einmitt þetta vottar um siðgæði mannsins sem þótti allt leyfilegt vegna þess að það voru ekki lög til um allt. Og heyrið þið nú: Hann fullyrti að hafa ávallt unnið fyrir hag almennings. Ekki gat hann útskýrt þetta nánar. Hann vildi einnig meina að hann hafi alltaf farið eftir stöngustu reglum. En hvaða reglum? Og hver setti þær? Guðlaugur þóttist styðja sú hugmynd að allt ætti að vera gagnsært. Samt gat hann alls ekki hugsað sér að gefa upp hver styrkti hann í kosningarbaráttunni. Og til þess að kóróna allt þá fullyrti hann að almenningur bæri traust til hans. Ó já!
Viljum slíka siðblinda menn til að stjórna landið áfram?
Athugasemdir
Burt séð frá þessum styrktarpeningum, þá er Guðlaugur einn besti heilbgigðisráðherra sem við höfum átt lengi.
Haukur Gunnarsson, 5.5.2010 kl. 15:57
Það væri ekki úr vegi að "topparnir" meðal styrkþega yrðu kallaðir á teppið og skammaðir í Kastljósinu hver á eftir öðrum! Næstur yrði þá Helgi Hjörvar, er það ekki! Burt með Guðlaug, burt með Steinunni, burt með Helga!
Flosi Kristjánsson, 5.5.2010 kl. 16:14
Haukur, ég "naut" þess að vera á spítala bæði fyrir hans tíð sem heilbrigðisráðherra og á hans tíð. Ég þarf því miður að segja að margt breyttist til hins verra á þeim tíma, bæði hvað kostnaður og þjónustu snerti.
Úrsúla Jünemann, 6.5.2010 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.