Að selja mólkurkúna til Magma Energy

Merkilegt hve lítið er fjallað í fréttunum um þetta stórmál. Magma Energy, þetta "sænska skúffufyrirtæki" er að eignast 98 % í HS orku. Fyrirtækið  kom bakdýramegin hér til landsins fyrir alls ekki löngu og náði að fara í kringum íslensk lög. Og hugsið ykkar: Með því að kaupa restin, rúmlega 50% í HS orku fær það einnig nýtingarrétt af allri orku sem finnst á Reykjanesi næstu 45 ár. Ásgeir Margeirsson var fljótur að skipta um stól og setjast í stjórn Magma Energy, flott hjá honum. En stjórnvöldin eru sofandi og segjast ekki geta gert neitt. Hér þarf allt önnur og skýrari lög um svona mál og það helst í gær.

Það verður spennandi að fylgjast með því þegar Reykjanesbær kaupir sína orku af Magma Energy á uppsprengdu verði. Þetta er nefnilega ekkert góðgerðafyrirtæki, bókandi ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Úrsúla! Og þetta gerist, meðan VINSTRI græn eru við völd!

Ég fjalla um þetta mál hér: Með lögbrotum eru Reykjanesvirkjun og Svartsengi tekin af þjóðinni. Umræðuefnið er raunar víðtækara en yfirskrift pistilsins gefur í skyn. Landsvirkjun er líka undir!

Jón Valur Jensson, 16.5.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband