6.6.2010 | 11:09
Á Rio Tinto að raða?
Það er mjög merkilegt hve margir landsmenn eru til að skríða í ... á erlendum auðhringjum bara fyrir það eitt að "bjarga okkur úr kreppunni". Það er svo slæmt sjónarmið ekki síst fyrir kynslóðin sem eiga eftir að erfa þetta land. Við þurfum ekki "mannaflsfrekar" framkvæmdir eins og stóriðjuver og risavirkjun. Allt þetta brambolt fyrri austan hefur ekki gert mikið gagn nema örfá ár og auk þess ýtt undir gríðarlegri þenslu. Og allir vita hvernig fór í kjölfari af því.
Við eigum að ráða auðvitað sjálf hvað við gerum við auðlindirnar okkar. Eitt Magma Energy dæmi er meira en nóg. Erlend stóriðjufyrirtæki eiga ekki að ráða hvort, hvar og hvernig við virkjum og framleiðum orku. Og auðvitað eiga stóriðjufyrirtæki að borga orkuskatt miðað við það sem gengur og gerist í heiminum.
Með hugvit , útsjónarsemi og smá þolinmæði getum við byggt upp hér aftur öflugt þjóðfélag sem skapar vinnu og velferð fyrir alla. Sem örfá dæmi má nefna að vinna meira verðmæti úr fiskinum, að hlúa að ferðaþjónustunni, að framleiða landbúnaðarafurðir með vottun fyrir lífræna ræktun (slík matvæli eru eftirsótt í mörgum löndum), að auka framleiðslu í gróðurhúsarækt (selja orkuna þangað á viðráðanlegu verði). Við þurfum ekki töfralausnir sem framlengja bara hengiólina sem við erum búin að mjaka okkur í, við þurfum skynsamlega atvinnuuppbyggingu þótt að næstu árin verða erfið.
Rio Tinto vill straumhækkunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.