Skuldavandinn

Fólk sem tók lán fyrir hrunið er auðvitað í djúpum... Enda tók það lán undir allt öðrum forsendum og urðu seinna. Menn voru mis- léttlindir að taka lán: Sumir fyrir nauðsýnlegt húsnæði, sumir fyrir stærra fasteignir, sumir fyrir stóra lúxusbíla og sumir fyrir allskonar flott og óþarft dót. Enda var í "góðærinu" ekki venja að bíða og safna fyrir hlutunum, menn urðu að fá fína dótið núna og strax!

En menn áttuðu sig ekki á að stóra bólan var að springa enda var logið endalaust á okkur, frá ráðamönnum í bönkunum og einnig ríkisstjórninni.

Til þess að láta réttlætin ráða er að mínu mati einasta leið að "snúa tímann tilbaka" og byrja að reikna skuld lántakanda frá haust 2008, strika út alla brjálæðislega og óréttláta hækkun sem varð eftir hruninu.

Hins vegar er ég algjörlega á móti flötum niðurskurði skulda. Við 20 % niðurfellingu munu menn sem skulda 100 mill.  fá 20 mill. afslátt, þeir sem skulda 20 mill. græða 4 mill. og þeir sem skulda ekkert fá ekkert. Eiga menn sem fóru varlega og tóku ekki þátt í neyslubrjálæði að borga með þeim sem kunnu sér ekki hóf? Einhversstaðar frá þurfa jú peningarnir að koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Satt segir þú. 

Kannski hámarka leiðréttinguna  við til dæmis lægri talan þín, 4 miljónir, og bara fyrir lán tengd eigið húsnæði í fyrstu lotu ?

Morten Lange, 21.6.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband