12.7.2010 | 20:10
Lausagangur glæpamanna?
Mér þykir furðulegt hvað fólk getur hengt sér upp á smáatriðum en sjá ekki stóru málin.
Lausagangur hunda og katta hefur verið mikið í umræðunum undanfarið. Auðvitað er ámælisvert að mannfólkið sinnir ekki ferfættum heimilisvinunum eins og skyldi. Áður en við tökum að okkur dýr þá eigum við að vera meðvitað um hve þarfir þeirra eru og hvort við getum sinnt þeim á viðeigandi hátt. Ég er búin að eiga ketti allt mitt líf og get ekki hugsað mér að loka þá inni allan sólarhringinn. En þeir eru mjög heimakærir enda sinni ég þeim vel. Þegar köttunum er illa sinnt þá fara þeir á flakk og leita sér betra aðstöður annarstaðar.
Miklu alvarlegra mál en lausagangur katta þykir mér að glæpamenn ganga lausir svo árum skiptir og eru oft hættulegir sjálfum sér og öðrum. Fangelsin eru yfirfull og ekki pláss fyrir nema brot af þeim sem þyrfti að loka inni. Hér ganga lausir glæpamenn sem hafa rústað okkar þjóðfélag. Brot þeirra eru augljós en þeir mega jafnvel ennþá taka þátt í viðskiptalífinu, lögin okkar ná ekki til þeirra.
Eigum við ekki einbeita okkur að þessum mönnum frekar en að sjá hættu í hverju einustu kisu sem labbar yfir veginn?
Athugasemdir
Jú, þannig er landið okkar innréttað í dag. Þetta eru ekki stjórnmálaflokkar sem ráða heldur glæpaflokkar og þeir koma úr öllum flokkum og öllum stjórnarráðum. Þetta gæti ekki gengið öðruvísi að skipta þjóðfélaginu svona í tvennt. Fólk er alið upp við þetta og allt of margir gera sér ekki grein fyrir hvað hefur gerst og er að gerast í þjóðfélaginu. Svona er þetta bara er svarið sem maður fær allt of oft!
Eyjólfur Jónsson, 12.7.2010 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.