Nauthólsvík, staður til að slaka á?

Nauthólsvíkin er að mínu mati það besta sem Reykjavíkurborg hefur nokkurn tíma búið til. Að koma þangað á góðum sumardegi er alveg upplifun, strandalíf eins og gerist ekki betra í útlöndunum. Þetta er sældarstaður fyrir fjölskyldur , börnin elskar að vera þarna og það kostar ekki einu sinni inn krónu! Geri aðrir betra. Frábært starfsemi fer þarna fram á sumrinu í sambandi við siglingakennslu og kafarafélagið hefur aðstöður á þessu svæði. Svo er það sjósundið. Fátt er betra fyrir heilsuna en að synda í köldum sjó. Frá því að ég byrjaði að stunda sjósund hef ég aldrei verið með kvef. Og gigtverkir sem plaga mig minnka til muna þegar ég er búin að fá mér sundsprett í sjónum.

Því miður er alltaf að þrengja að þessum unaðsreitnum. Háskóli Reykjavíkur (sem er tvímælalaust glæsileg bygging) stendur þarna eins og skrímsli og fellur alls ekki inn í umhverfið með öll sín bílastæði og aukandi umferð. Það var mikið slýs að pota þetta þarna niður.

Nýlega hefur farið í vöxt að einhverjir svalir gæjar geisa inn í Nauthólsvíkina á sjósleða. En þarna er baðströnd, meira að segja bláfánaströnd (sem þýðir ómenguð strönd) og margir stunda sjósund þarna. Hvað dettur mönnum í hug að vilja bruna um á svona stað á tryllitækjum? Þurfa þeir endilega að sína sig og flottar græjurnar sínar? Eru þeir ekki að hugsa lengra en fram fyrri sitt eigið nef? Baðvörðurinn vildi meina að ekki þýddi neitt að hringja í lögregluna, þaðan kæmi enginn. Þurfum við sem koma í Nauthólsvíkina til að slaka á láta okkur bjóða svona lagað af fáeinum mönnum sem hafa ekki lært að virða rétt annarra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þú tekur vel eftir öllu Úrsúla en lokaðu augunum í sumar eða allavega í Nauthólsvíkinni. Þitt tækifæri kemur vertu viss, það þarf að bíða stundum og er það óþolandi erfitt. Lögreglan verður ekki betri en önnur stjórnvöld eru í dag Úrsúla og þú veist hvað það þíðir, að það verði að skipta um alveg inn að skinni til ástandið batni og þá á ég ekki bara við ráðherrana!!

Eyjólfur Jónsson, 15.7.2010 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband