17.7.2010 | 22:48
Þvílíkur dagur
Ekki var með nokkrum móti hægt að lúra lengi í dag, sólin bara skipaði manninum að fara snemma á fætur. Þvílíkur dagur! Ég byrjaði á því að hleypa kisunum inn og gefa þeim að borða. Svo vildu þeir - eftir smá knús - fara aftur út í góða veðrið eins og flestir kjósa ef þeir mega ráða því. Ég var að hugsa hvernig það yrði ef ég þyrfti að loka greyin inn dag og nótt eins og öfgamennirnir í sumum bæjarfélögum eru að krefjast núna. Kvöl og pína og jaðrar við pyntingar, fer algjörlega á móti eðli katta. Eftir að hafa sinnt ferfætlingunum mínum hjólaði ég til Reykjavíkur. Miðbærinn iðaði af glöðu fólki sem lá í almenningsgörðum eða sat úti við veitingarstaði og naut lífsins. Ekki þarf maður alltaf að fara langt til að gera sér góðan dag. Mikið er gott að það er búið að loka örfáar götur í miðbænum fyrir bílaumferðina. Nýi borgarstjórn lofar góðu. Ég hjólaði Norðurströndina alveg út á Seltjarnarnes og var hissa hve fáir höfðu lagt leiðina sína þangað. Í slíku lúxusveðri er þetta algjör perla. Áfram lá leiðin meðfram Suðurströndina og í Nauthólsvíkina. Vá! Ströndin var svo pökkuð af sólglöðu fólki að ég hef aldrei séð annað eins. Samt fékk ég mér sundsprett í sjónum en var ekki mjög lengi. Í rólegheitum hjólaði ég aftur heim til mín í Mósó og tók mörg stopp á leiðinni. Seinna kvöldsins labbaði ég niður í fjöru. Kl. 21.30 var ennþá mjög hlýtt og logn, ekki þörf á að vera í peysu. Þvílíkur dagur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.