17.8.2010 | 08:53
Þjórsárver ennþá í hættu?
Auðvitað ber að fagna að bæði umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra eru á einu máli að stækka skal friðlandið í Þjórsárverum. Þar með væri Norðlingaölduveitu úr sögu, vonandi. Jón Gunnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson ásamt Sigmundi Erni Rúnarssýni mótmæla þessu og vilja meina að "einungis 2-3 ferkílómetrar ógróins lands" færi undir lónið. Vita menn ekki betur? Það er búið að ljúga upp á þjóðina oftar en einu sinni hversu umfangsmiklar afleiðingar uppistöðulóna eru þegar litið er áfram í tíma. Ávallt er gert lítið úr því enda er Landsvirkjun að skipa og kosta sína vísindamenn. Allavega veit hvert mannsbarn þótt það er ekki vistfræðingur að votlendi eins og þjórsárver er afar viðkvæmt fyrir öllum breytingum, ekki síst þegar partur af vatni þess er leidd eitthvað annað. Við megum bara ekki missa einstaka náttúruperlur í þann botnlausan hít stóriðjuframkvæmda. Það er komið nóg, jafnvel núna þegar menn klóra sig í hausinn og vita ekki hvaðan orkan fyrir eitt hálfklárað álver gæti komið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.