Loftkastallar hans Árna Sigfússonar

Í Kastljósinu í kvöld var viðtal við Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Hann vildi meina að þar hafði verið að halda vel á fjármálunum og uppbygging hafði átt sér stað. En hann hefði verið í stöðugri baráttu við öfl sem höfðu reynt að draga þá þar á bæ niður.

En hvað voru þeir undir langvarandi forystu Sjálfstæðisflokksins að byggja upp í Reykjanesbæ? Eintóma loftkastala! Álver sem enginn ennþá veit hvaðan það á að fá orkuna? Gagnaver sem fyrirveranda útrásarvíkingar eiga að leggja fé í? Sjúkrahús sem enginn veit undir hvaða forsendum það á að starfa? Heræfingarstöð á þeim tíma þegar enginn vill sjá gagnslaust hernaðarbrölt á okkur friðsæla landi?

Íbúum í Reykjanesbæ er vorkunn. Allt of lengi hafa þeir trúað mönnum sem hafa dregið þá á asnaeyrunum. Ekki hefur það hingað til þótt gáfulegt bað éta útsæðið í staðinn fyrir að rækta til komandi ára.

Það er ekki heldur gáfulegt að vænta þess að „góðu gæjarnir“ í Magma Energy biða bara eftir því að bjarga bæjarfélaginu frá gjaldþroti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Pólitískir bæjarstjórar eru alltaf lélegir bæjarstjórar. Auðvitað á ekki flokkspólitík að ráða hve vel eða illa er farið með almannafé! Ég hef bara heyrt um einn bæjar/borgarstjóra sem kunni að fara með peninga og stjórna en það var hann Þórólfur!

Eyjólfur Jónsson, 2.9.2010 kl. 16:26

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, hann Þórólfur var góður. En hann var látinn fara, skrítið!

Úrsúla Jünemann, 3.9.2010 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband