4.10.2010 | 22:42
Mótmælið þið á réttum stað!
Gott fólk, hverju eru þið að mótmæla? Og hvaða öfl hvöttu ykkur til þess? Væri ekki nær að fara á rétta staði og mótmæla þar? Farið þið til höfuðstöðvar bankana. Þeir eru núna í eign einhverja kröfuhafa og þar fer rán í garð ykkar fram í annað skipti. Farið þið að mótmæla hjá bönkunum þar sem þið voru svikin, þar sem ykkur voru lofuð gull og græna skóga á sínum tíma, þar sem þið létu plata ykkar til að taka lán fyrir glæsileg húsnæði, flott húsgögn, bílar og allt þetta fína dótið sem fólk var að sækjast eftir í góðærinu. Þar er verið núna að ganga hart fram gegn litlum skuldurum og smáfyrirtækjum og fólkið miskunnarlaust keyrt í þrot. En þar verður samið einnig um niðurfellingu skulda við einkavini, sömu menn sem ollu hruninu. Leyfið þessari ríkisstjórn að klára kjörtímabilið, hún hefur nú þegar gert margt gott en mun eiga áfram erfitt að standa mót peninga- og auðvald sem stjórna landið hér bak við tjöldin. Hún gerir og mun gera mistök, ekki spurning. En takið ekki í hættu að aðalhrunflokkurinn hans Bjarna Ben. kemst aftur til valda. Látið ekki plata eina ferðin enn af þessum öflum.
Bankarnir hafa dregið lappirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var annar tónn í þér áður - falsið algjört
þessi sorglega stjórn hefur alla möguleika á að grípa inní - en kýs að gera ekki það sem var heimtað eftirá að Geir H Haarde yrði kærður fyrir að gera ekki.
Mótmælin voru á réttum stað það er þin ruglaði haus sem hefur snúist.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.10.2010 kl. 23:30
Mótmælin eru á hárréttum stað. Íbúðalánasjóður á flestar uppboðskröfurnar, ekki bankinn. Jóhanna lofaði skjaldborg um heimilin vinnur ötullega að því að leysa þau upp. En passaði sig á að koma persónulegum áhugamálum í gegn þing. Svikari.
Árni Halldórsson, 5.10.2010 kl. 04:17
Jóhanna er - eins og venjulega - að kasta sök á aðra - samkvæmt hennar tali hefur hún hvergi komið að einu eða neinu - þá vaknar spurning - hvrsvegna er hún á launum hja ríkinu?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2010 kl. 05:29
Ólafur, mér finnst leiðinlegt og óviðeigandi að vera með fúkyrði. Ég tel mig ekki vera frekar en þú með ruglaðan haus. Ég er einungis með öðruvísi skodun á málunum.
Úrsúla Jünemann, 5.10.2010 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.