Hvað á Bjarni Ben. við?

Fyrst les maður í fréttum í dag að Bjarni Ben. sagðist ekki hafa fengið boð um samráðsfundinn í dag. Svo sér maður afrit af tölvupósti þar sem er greinilegt að honum hefur verið boðað. Eftir þetta les maður yfirlýsingu frá formanninum sjálfstæðisflokksins að komið hafði í ljós að þetta hefur ekki verið neinn samráðsfundur (fundur sem hann sótti ekki!). Nú þarf maðurinn að athuga sinn gang. Við erum ekki lengur tilbúin að hlusta á svona þvælu. Nú viljum við heyra hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja til máls. Allt svona gagnslaust nöldur sem kom frá flokknum undanfarið er bara skemmdarverk.
mbl.is Fráleit umræða um samráðsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kæra Úrsúla. Samráðsfundur er það á íslensku, þegar hópur kemur saman, oftast ekki með fyrirframákvörðun um hver niðurstaðan er og ræða málin. Komast síðan sameiginlega að niðurstöðu.

Í Þýskalandi er þessi aðferð mjög vel þekkt og hefur skilað þjóðverjum miklum árangri. Í fyrrum Austur Þýskalandi þýddi samráðsfundur allt annað. Þá komu menn lafhræddir inn á fund, oft með fyrirfram ákveðna niðurstöðu frá flokksforystunni. Ef menn voru með múður gat fólk fengið heimsókn frá Stazi. 

Samráðfundir ríkisstjórnarinnar eru meira í anda fyrrum Austur Þýskalands, enda hugmyndafræði ríkisstjórnarinnar öll í þeim anda. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.10.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband