13.10.2010 | 19:48
Af hverju eiga þau ríku að fá mest?
Hugmyndir um niðurfærslu skulda heimila eru ekki alveg nógu sanngjarnar, vægast sagt. Eins og fram kom í fréttunum í kvöld þá gætu þau sem hafa hæsta tekjur staðið best undir því að greiða tilbaka húsnæðis- og bílalánin, afborgunin myndi taka um 30% af ráðstöfunartekjunum. Þau myndu samt fá langmest úr pottinum. Þau sem eiga lítið milli handa og standa í skuld vegna húsnæðiskaupa munu fá minnst. Þetta eru samt heimili sem eru í mestum vanda, þurfa nú verið að nota allt upp í 90% tekjunnar sínar í afborgun. Þetta gengur auðvitað ekki upp.
Íbúðalánasjóðurinn og lífeyrissjóðirnir munu stórtapa og það mun lenda þá aftur á okkur skattgreiðendum. Er að setja hér í hægra vasa og taka úr þeim vinstra?
Hvar er ábyrgð bankana í þessum málum? Á þeim bæ var bullandi hagnaður undanfarið. Á þar ekki einnig að taka þátt í að leysa vandann? Það er sífellt að hygla fjármálafyrirtækin á kostnað almennings. Þetta gæti kallast bankarán hinn síðari.
Athugasemdir
Þetta er einmitt sanngjarnt.
Dæmi þessu til stuðnings er ég þekki til : Hjón sem tóku 90% lán í 40 milljónkróna íbúð fengu nú 13 milljónir afskrifað með 110% reglunni. Önnur hjón keyptu sér einnig 40 milljónakróna íbúð og borguðu út í henni 12 milljónir sem þau voru búin að safna sér. Verðtryggingin er búin að éta útborgun þeirra upp og þau fá ekkert afskrifað. Nú eiga bæði þessi hjón jafnmikið í íbúðum sínum þrátt fyrir sparsemi og nýtni hinna seinni.
Þeir "ríku" sem"græða" á þessu eru í algjörum minnihluta og nota bankar og ríkisstjórnin þá fáu til að slá ryki í augu okkar hinna.
Millistéttin mun lifa af ef þetta verður gert en einmitt hún hefur orðið fyrir mestri kjaraskerðingu og skattahækkunum.
Látum ekki bankamennina plata okkur og láta okkur trúa að þetta sé ekki hægt og að þetta sé ekki það rétta fyrir okkur.
ER ÞETTA EINMITT SANNGJARNT?
Halla Rut , 13.10.2010 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.