2.11.2010 | 22:03
Hvers vegna er sjálfstæðisflokurinn að vinna á?
Hvað er að íslensku þjóðinni? 2 ár eftir hrunið nýtur aðalhrunflokkurinn aftur hylli ótrúlega margra kjósenda. Og það þótt flokkurinn sé með sömu stefnu sem var uppi áður en ósköpin dundu yfir okkur 2008. Það á að efla atvinnulífið og auka hagvöxt: Með rányrkju á náttúruauðlindum og útsölu á orku til stóriðju. Jú, það mundi koma uppsveifla - tímabundið - og niðursveifla í kjölfar og grátur og gnístrandi tennur. Svo fylgdi kallið á fleiri stórframkvæmdir, meiri launtöku, meiri skuldsetningu. Það er svo grátlega stutt síðan við höfum upplifað þetta.
Loforðin um skattalækkun gengur alltaf vel í fólkið. En hver myndi græða mest á þeim? Þeir sem eiga mest og fá hæstu launin. Líka þetta höfum við séð fyrir ekki alls löngu.
Hvar myndi ríkissjóðurinn taka peninga sem vanta? Með "hagræðingu" (sem er fallegt orð fyrir niðurskurður) í menntunar- og heilbrigðiskerfinu. Einkavæða þar sem mest sem þýðir að fátækt fólk hefur ekki aðgang að jafn góðri grunnþjónustu. Ég hvet alla til að kynna sér stefnu sjálfstæðisflokksins og hvað býr bak við fallegu orðin þeirra manna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.