Er fólkið að mótmæla eigin heimsku?

Hverjir eru það sem standa fyrir mótmælum núna? Fróðlegt væri að fá tölur yfir þá sem þegar voru eiginlega gjaldþrota þegar kreppan skall á. Þetta voru nefnilega ansi margir sem spenntu bogann of hátt og fóru í framkvæmdir sem þeir réðu ekki við. Bjartsýni er góður eiginleiki. En fífldirfska er verra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ekki veit ég hverjir mótmæla Úrsúla, en ég hef ekki farið þarna niðureftir til að mótmæla. Það er gersamlega tilgangslaust. Það hefur lítil sem engin áhrif á útkomuna og þar að auki er er valdataka í landinu með bara stofnum nýrrar stjórnar og allra helstu embætta sem til þarf, það einasta og einfaldasta og sem bæri einhvern árangur. Þegar þessi ríkisstjórn myndi skipa fyrir um eitt eða annað væri bara einfaldlega ekki hlustað. Bankastarfsemi og öll þjónusta sjúkrahúsa, skóla osv. eru hlutir sem við getum stýrt mun betur og eftir okkar þörfum. Búa bara til nýtt land og þjóð með nýjum gjaldmiðli tengdum við td. us.dollaran eða kannski heldur, þann Kanadíska

Eyjólfur Jónsson, 4.11.2010 kl. 17:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viltu ekki bara pilla þig heim til Þýskalands?  Það yrði lausn fyrir þig hugsa ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 18:58

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk, Jón Steinar, fyrir þetta boð. En ég á heima hér á Íslandi og búin að eiga það lengi.

Úrsúla Jünemann, 4.11.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hún gæti alveg "pillað" sig og komið með til baka aðferðina sem Þjóðverjar nota til að alltaf koma fyrst og best út úr öllum fjárhagslegum og menningarlegum erfiðleikum. Þeir eru núna öskuvondir fyrir að þurfa að borga fyrir Grikkina sem í áraraðir hafa svindlað í bókfærslunni og fá það núna í hausinn. Guð hjálp okkur þegar Portúgalska bókfærslan kemur upp á borðið. Þeir eru muuuuun verri í bókfærslu en Grikkir. Svo Jón Steinar, pillaðu þig til Portúgals og fygstu með leiknum þegar hann fer að æsast þar fyrir alvöru!

Eyjólfur Jónsson, 4.11.2010 kl. 23:39

5 Smámynd: Árni Davíðsson

Þegar útrásin var á ná flugi kom einhver með að íslendingar væru "norrænir latínos". Merkingin átti að vera jákvæð á einhvern máta sem ég man ekki nú hver var. Hvern hefði grunað að við sóttum bókhaldsvitið til Grikkja og viðskiptasiðferðið til samtaka á Sikiley. Gott ef stjórnmálasiðferðið kemur ekki líka af þessum slóðum.

Árni Davíðsson, 5.11.2010 kl. 09:18

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Það hefur ekki alltaf komið nógu vel fram hverju verið er að mótmæla og þess vegna hafa mótmælin stundum misst marks. Oft er talað um að bændur hafi mótmælt símanum forðum og fræg eru mótmæli Jóns forseta þegar hann mótmælti stjórnskipun Dana þar sem réttindi Íslendinga voru nær engin. Þá lögðu íslensku fulltrúarnir fram annað frumvarp að undirlagi Jóns Sigurðssonar. Konungsfulltrúanum líkaði ekki við frumvarp Jóns og ákvað að leysa fundinn upp í nafni konungs. Þegar fundinum var slitið mótmælti Jón Sigurðsson lögleysu fulltrúa Danakonungs en flestir fundarmenn risu úr sætum og mæltu flestir einum rómi „Vér mótmælum allir!“
Ég held að það yrði mótmælendum til framdráttar ef þeir sameinuðust um markmið og leiðir í stað þess að vera með upphrópanir hver í sínu horni og trumbuslátt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 5.11.2010 kl. 16:38

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þú kemru frá Þýskalandi, en ég hef unnið bæði í Vestur Þýskalandi og galmla  Austur þýskalandi. Á góða vini á báðu svæðum. Ég fullyrði hér og nú að þú sért frá Austur þýskalndi og frá hugmyndafræði sem við alls ekki þurfum á að halda. Þú leiðréttir mig ef ég hef ragnt fyrir mér. Þeir kommúnistar sem ég hef kynnst austantjaldsmegin eru sannarlega ekki þeir sem við þurfum á að halda í uppbyggingunni nú á Íslandi.

Sigurður Þorsteinsson, 5.11.2010 kl. 23:01

8 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þá er bara að skera upp og skoða hvort innvolsið passi í stefnu þína í fjármálum og skipulagningu þeirra. Úrsúla stillir sennilegs upp á spítala í hvítum slopp og búin að fá kæruleysissprautuna og verður árangur af skoðun innvolsins þá kannski nokkuð líðandi af þeirri orsök. En Úrsúla er sterk kona og kemur með svör við öllu nema hvaða lausn þingmenn hafa hugsað sér til lausnar allra vandamála þar sem þeir sjálfir hafa ekki fundið neina.

Eyjólfur Jónsson, 5.11.2010 kl. 23:27

9 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Úff, Sigurður, þá giskaðu rangt. Ég hef ekkert nein tengsl við fyrirverandi Austur- Þýskaland, hef alltaf átt heima í Rínarsveit í V. Þýskalandi. Því miður eða sem betur fer hef ég ekki minnsta samleið með hugmyndafræði sem réð ríkjum í gamla Austur - Þýskalandi.

Úrsúla Jünemann, 7.11.2010 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband