15.11.2010 | 22:12
Bráðum koma blessuð...
Ég fæ ógeð af jólunum áður en þau koma! Getur þetta fólk hér á þessu skeri aldrei beðið eftir neinu í friði? Þarf að fá allt strax og núna? Svona var það í "góðærinu", var það ekki? Maður gat ekki beðið eftir því að eiga fyrir hlutunum, þurfti að fá allt strax, tók lán og aftur lán til að vera maður með mönnum.
Jólin byrja í Ikea í október, jólahlaðborðin verða auglýst grimmt frá því í byrjun nóvember og fyrstu jólaböllin eiga sér stað í byrjun desember. Krakkarnir eru að vera vitlausir af græðgi út af jólapökkunum og bera sig saman um hver fékk mest í skóna af einhverjum dularfullum jólasveinum sem voru þó upphaflega aumingjar og fátæklingar og stálu þar sem þeir gátu.
Aðventudagar eiga að vera stundir kyrrðar og tilhlökkunar til hátíðar ljóss og friðar. Hvernig er tilhlökkun til jóla hér í dag ef allt er tekið fram undan og ekkert er eftir? Þegar fólkið mætir í jólaveislu með ógeð af öllum þeim kræsingum sem það er þegar búið að sporðrenna? Þegar börnin eru búin að fá fullt af gjöfum? Þegar lætin og umstangið er búið að gera alla dauðþreytta?
Ég hlakka til jóla vegna þess að ég læt hjá mér fara allt auglýsingarskrum, vegna þess að ég hef slökkt á útvarpi fram í miðjan desember, vegna þess að ég fer í engar búðir fyrir jól nema til að kaupa daglega nauðsynjar.
Athugasemdir
Á aðfangadag ætla ég að borða vínarpulsur og kartöflusalat;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 22:15
Ég ætla að borða hangikjöt með fjölskyldunni, fara í kirkjugöngu og hafa það notalegt með mikið af kertaljósum og fallegri tónlist. Þá eru komin jól.
Úrsúla Jünemann, 15.11.2010 kl. 23:02
Upp og hoppa Úrsúla og ekki halda að ég sé orðinn múslími eða eitthvað í þá áttina. Nei nei langt í frá!! ég er að draga fram þessa sem halda að þeir séu öfgamenn en eru það ekki í raun.Kabúúmbb og þeir stökkva niður í holurnar. Ég ætla mér að lokka þá út og svona 2-3 metra frá holunni, en þá slæ ég til og króa þá af með mynd af Ólaf Palme í gatinu og detta þeir þá stífir á bakið og geta sig hvergi ekki hreift..
Eyjólfur Jónsson, 25.11.2010 kl. 00:52
Eyjólfur, ég skil ekki það sem þú ert að skrifa hérna. Ætli þú hefði ekki bara gott af því að leggja þig aðeins?
Úrsúla Jünemann, 25.11.2010 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.