Álver á Bakka, er það ennþá á dagskrá?

Ég skil virkilega ekki þessa álhausa. Umhverfisáhrif í sambandi við þessi úreltu plön stóriðjunnar á NA landi liggja mjög greinilega á borðinu. Allir geta kynnt sér þetta. Samt eru sumir menn ennþá að berja hausinn við stein og hlaupa á eftir einhverjum draumum um skjótfenginn hagnað. Ekki eru mörg ár síðan við hrópuðum húrra fyrir Kárahnjúka- vitleysinu sem átti þátt í þenslu í okkar þjóðfélagi. Og flest allir eru vonandi að átta sér á því hvernig fór.

Fólkið á NA landinu á einhverjar dýrmættustu náttúruperlur á landinu. Ferðaþjónusta er ennþá vaxandi atvinnugrein sem skapar mörg störf - og ekki síst mörg "afleidd" störf. Ætla menn virkilega að fórna þessu? Hvað er meira atvinnuskapandi? Húsvíkingar sem vinna í ferðaþjónustu vita að hér er vaxtarbroddi til framtíðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband