Kosningarþátttaka

Nú verður fróðlegt að heyra í sérfræðingunum. Hvers vegna var kosningarþátttakan svona lélegt? Ekki var það veðrinu að kenna. Var kosningarkerfið of flókið? Varla, hægt var að setja sig inn í þetta á stuttum tíma og kynna sér fólkið í framboði. En þessi klukkutími sem það hefði tekið var frekar eydd fyrir framan sjónvarpið eða tölvunni hjá mörgum. Ætlum  við virkilega að vera áfram með þennan uppgjafartón, láta bara allt gerast án þess að reyna að hafa áhrif? Nú heyrist hátt í hrunflokkunum og menn á þeim bæ eru kátir. Kannski hafa þeir rétt fyrir sér: Íslenska þjóðin á ekki betra skilið en að halda áfram eins og hefur verið undir þeirra stjórn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sko Úrsúla!! þegar síðast var kosið voru nei atkvæðin yfir 93%. Og hvað gerðist! Það var keyrt yfir alltsaman og eins og allir hefðu sagt já!! Hvað skilaboð fæ ég þá sem kjósandi ?(ég kaus ekki)? Að allar kosningar eru marklausar. Punktur. Þetta voru sárafáir sem viðurkenndu þessa skýring mína, en hún er staðreynd. Farðu inn í huga þinn og í undirmeðvitundina, það eru allir á vakt og þeir samþykkja ekki 2+1=21 heldur 3. Alvöru óblóðuga byltingu þarf til.

Eyjólfur Jónsson, 4.12.2010 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband