10.12.2010 | 17:53
Friðarjól
Mér blöskraði um daginn þegar ég hlustaði á samtal 11 ára stráka í skólanum. Þar var auðvitað rædd hvað þeir vildu helst fá í jólagjöf. Leikfangabyssur af dýrustu og bestu gerð voru sérlega athyglisverðar. Nú spyr ég: Er ekki tími kominn að draga úr stríðsleikjunum og ræða við börnin hvað það þýðir að fara í stríð og drepa fólk? Við hér á landi höfum sem betur fer ekki þurft að þola þessar hörmungar sem fólk annar staðar í heiminum hefur þurft að þola og gerir enn.
Ég óska öllum friðarjól.
Athugasemdir
Þegar ég var ungur var Roy Rogers aðalhetjan okkar og við drápum hver annan eins oft og við gátum í þykjustuleikjum okkar. Leikir barna taka mið af tíðarandanum hverju sinni og ég held að þeir hafi í sjálfu sér hvorki góð eða slæm áhrif á þau. Það er hins vegar að mínu mati umhugsunarefni hvaða áhrif netleikir hafa á börn og unglinga. Farið er að tala um fíkn í þeim efnum og ef svo er verður að reyna að bregðast við henni.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2010 kl. 18:15
Netfíkn er að verða mjög stórt vandamál, bæði hjá ungum sem öldnum. Þetta drepur persónuleg tengsl og er þegar búið að ganga frá mörgum hjónaböndum.
Úrsúla Jünemann, 11.12.2010 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.