13.12.2010 | 22:54
Vegtollar fyrir alveg óþarfa framkvæmdir
Ekki er oft hægt að tala um umferðateppu hér á landi. í mesta lagi gerist þetta á þeim fáum stórum umferðahelgum. Til hvers að fara í að leggja 2+2 akvegi? Erlent fólk brosir nú bara breitt þegar við hér á landi stynjum yfir "þungri umferð", það er allt annað og miklu verra vant.
Mér finnst að mínar skattpeningar eiga að fara í eitthvað annað en einhverja Vaðlaheiðagöng eða tvíbreiða akvegi. Og "hjól atvinnulífsins" þurfa ekki endilega að byrja að snúast þarna.
Vegtollar á hraðbrautum eiga bara rétt fyrir sér ef fólk á valkosti og getur kosið að fara aðrar leiðir, við tölum nú ekki um að það gæti notað almenningssamgöngur. Þessar valkostir eru bara ekki til staðar hér á landi.
Athugasemdir
Það er allavega mjög áhugavert að það á að leggja vegatolla á ákveðna einstaklinga.
Einstaklinga sem hafa ekkert annað val en að aka þessa vegi.
Það er ekki réttlátt, sérstaklega þegar flestar þessar vegaframkvæmdir eru algerlega óþarfar í dag.
Það er hátt atvinnuleysi á Suðurnesjum. Svo á að skattleggja þá einstaklinga þegar þeir leita annað í vinnu.
Eins á að skera niður í heilbrigðiskerfinu þannig að fólk þarf að leita til Reykjavíkur.
Ég held að þetta sé fljótfærnisleg ákvörðun sem mun síðan reynast erfitt að draga til baka sérstaklega þegar það á að semja við erlend fyrirtæki um tæki og tól til þess að rukka skattinn.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 01:21
Þetta bull um vegtolla er gjörsamlega vanhugsað og eins og þú segir hér mikið óréttlæti.
Úrsúla Jünemann, 14.12.2010 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.