Sumartími, er ekkert þarflegra að ræða um?

Nú finnst mér að okkar hæstvirta alþingi missir allt mitt álit. Hafa menn og konur ekkert þarflegra að ræða en hvort ætti að seinka klukkuna um einn tíma? Þetta minnir mig á þegar einhver ónefndur þingmaður sjálfstæðisflokksins var að leggja til frumvarp um hvort ætti að leyfa sölu áfengis í matvörubúðunum. Þetta gerðist þegar allt stóð í björtu báli eftir hruninu. Hafa menn núna virkilega ekki aðrar áhyggjur en þetta?

Fyrir utan það er þessi tillaga afar vitlaus. Til er fólk sem telst til svonefnda A- týpahópsins, þeir taka daginn snemma og vilja helst fara líka snemma í háttinn. B- týpurnar hins vegar vilja sofa fram eftir öllu og vaka langt fram á nótt. Ég tel mig tilheyra fyrri hópnum og mér þætti mjög óþægilegt að koma heim í myrkri sem skellur á klukkutíma fyrr. Þetta myndi hefta mig í að stunda útivist og garðyrkju á þeim tíma sem það væri ennþá hægt eftir vinnu.

Hvers eiga A- týpurnar að gjalda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

sammála

Lúðvík Júlíusson, 18.12.2010 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband