5.1.2011 | 16:58
Raforka frekar til litlu fyrirtækjanna
Mikið finnst mér að Landsvirkjun er að stefna loksins í rétta átt. Vil frekar að smærri fyrirtækin setjast að á NA landinu heldur en 1 stór álverksmiðja. Vil frekar að margir munu fá vinnu til langtíma séð heldur bara til örfáa ára. Vil plana til langtíma frekar en að rústa hagkerfið eina ferðin enn með þenslu og látum. Á Austurlandi hefur atvinnuleysið ekki minnkað og brottflutninginn þaðan ekki heldur þrátt fyrir Kárahnjúkar og Alcoa. Hvað segir þetta okkur? Stórfyrirtæki sem sópa til sín vinnuafl á stuttum tíma drepa í leiðinni fullt af litlum fyrirtækjum. Eru þannig ekki atvinnuskapandi nema til skamms tíma. Draga saman atvinnutækifæri á einum stað í staðinn fyrir að skapa vinnu á stærra svæði. Og ekki að gleyma því: Þetta gerir okkur algjörlega háð þessum stórfyrirtækjum. Hvað verður þegar Alcoa fer frá Austurlandi af því að annarstaðar fæst betra kjör? Þetta fyrirtæki mun kúga okkur endalaust til að veita þeim undanþágu frá mengunarvörnum, gefa þeim afslátt af sköttum, selja þeim raforku á gjafaverði. Við eigum bara ekki seinna en núna að hætta þessu stóriðjubrölti.
Athugasemdir
akkúrat. Hverju orði sannara.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.