2.2.2011 | 17:41
Gleðifrétt
Einkabílumferðin hefur minnkað um 8 % samanborið með tölurnar frá janúar í fyrra. Þetta er gleðifrétt og sýnir að fólkið er aðeins að hugsa sinn gang hvað óþarfar skutlferðir snertir. Það er nefnilega hægt að skipuleggja sig og tengja erindin saman í sömu ferð. Og svo eru auðvitað aðrar leiðir að ferðast: Ganga stuttar vegalengdir, hjóla eða taka strætó. Þó að stjórn strætisvagna er ennþá að minnka þjónustuna og hækka gjöldin í staðinn má skoða þann kost. Einnig er farið að draga úr notkun nagladekkja og er það mjög jákvæð þróun.
Mikið dró úr bílaumferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru auðvitað gleðifréttir.
En það væri auðvitað ennþá ánægjulegra ef Strætó fylgdi þessu eftir með betri þjónustu.
Mér finnst að allir yfirmenn Strætó ættu að fara í "starfsnám" hjá öðrum borgum til þess að sjá hvernig "þjónusta" á að vera.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:09
Það væri fínt. Allavega ættu allir yfirmenn hjá strætó að vera skyldir til þess að nota strætó daglega í hálft ár.
Úrsúla Jünemann, 3.2.2011 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.