3.2.2011 | 17:28
Sigmundur Davíð og bullið
Hvaða bull er þetta í honum Sigmund Davíð? Að tala um óútfylltan tékka þegar loksins er í sjónmáli að Icesave- málið kemst í höfn. Þetta Icesave- mál hefur verið okkur eins og fjötur um fót og hamlað því að efnahagslífið hér á landi getur farið í betra horf. Gleðilegt að meirihluti sjálfstæðismanna er loksins byrjaður að vinna í þágu þjóðarinnar. Við verðum að ljúka þetta mál, hvort okkur líkar betur eða verr, sem fyrr sem betur.
Gaman er að rifja upp þegar Sigmundur Davíð fór til Noregs á samt Höskuldi og þótti kría út stórlán handa íslensku þjóðarinnar. Við þurfum ekki slíkar skýjaborgir, við þurfum að átta okkur á raunveruleikanum.
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æseiv hefur ekki hamlað neinu, heldur VG & Samfó.
Það er verið að spara Bretum, Hollendingum og fjöldanum öllum af útlendum peningamönnum meiriháttar lagaleg vandamál með því að samþykkja þetta bara sísvona.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.2.2011 kl. 17:42
Ásgrímur.. hvaða blinda þjáir þig. Allir vita að þetta mál hamlar fjármögnun og lánshæfi Íslands. Þess vegna er atvinnuleysið þetta mikið og fyrirtækin ná sér ekki á strik.
Engir aurar...engin atvinna..ekkert lánstraust.
Jón Ingi Cæsarsson, 3.2.2011 kl. 18:38
Það sem er virkileg ástæða fyrir því að uppbyggingin ekki gengur betur en raun er, er auðvitað allt það rugl sem búið er að eyða tíma og orku í, fullveldisafsalið til AGS sem krefst þess (eins og allstaðar þar sem þeir koma nærri) aukinna skatta, niðurskurði á bæði félagslegri og heilbrigðisþjónustu, og ekki sist þessu ótímabæra aðildarferli samfylkingar að ESB og einnig ekki síður en það, hvernig stjórnin og embættismannakerfið er búið að eyða orku, fjármunum og tíma í þessa Icesave samninga, í stað þess að vísa þessu algerlega frá og láta á reyna, fyrst hvort Hollendingar og Bretar yfirhöfuð vilja fara réttarleiðina og ef svo, láta þá reyna á hvort virkilega nokkur dómstóll myndi dæma Íslandi í óhag.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 3.2.2011 kl. 19:21
Ásgrímur, ég ætla rétt að vona að þú fáir þér ekki eins gleraugu og Jón Ingi!!!
Björn Jónsson, 3.2.2011 kl. 20:08
Hamla hverju, hvernig heldur þú að efnahagslífið verði þegar við byrjum að borga þetta?
Halla Rut , 4.2.2011 kl. 00:10
Já Úrsula mikið rétt hjá þér.Það er mikill léttir fyrir þjóðina að þetta mál skuli loksins vera komið á lokastig. Framsóknarmenn og Hreyfingin eru einhvarsstaðar langt úti á túni.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.2.2011 kl. 09:18
Betra að vera út á túni, þar er víðsýnt, heldur en i strigapoka elítuhagsmuna og flokkaþrældóms, sem verður bara bundið fyrir og fleygt á haf út ;)
Mbkv
KH
Kristján Hilmarsson, 4.2.2011 kl. 14:04
Talar sjálfstæðismaður um flokksþrædóm?
Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.2.2011 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.