7.2.2011 | 17:00
Gleymum ekki litlu vinunum
Fuglasöngur gleður okkur á vorin. Fuglar eru mikilvægur hlekkur í lífskeðjunni. Án þeirra myndum við drukkna í skordýrum. Með þeirra hjálp þurfum við ekki að úða eitur í garðana okkar.
Síðustu dagana var þeim erfitt að afla fæðu, snjór yfir öllu á SV landi. Ég er búin að fóðra fuglana allan veturinn. En núna er virkilega nauðsýnlegt að gefa þeim.
Þrestir, starar og svartþrestir vilja fá feitmeti. Gott er að skera niður afgangsfitu í smábitar. Ég er búin að bræða ódýrt smjörlíki í pott og blanda með haframjöli. Þessi blanda er vinsælt hjá flest öllum fuglum sem heimsækja garðinn minn, líka hjá snjótittlingunum, sem vilja auk þess gjarnan fá fræ (samt ekki stórt fræ. Maískorn og hveitikorn þurfa að vera kurluð). Epli og perur eru einnig á matseðlinum hjá mörgum fuglum. Og brauð má uak þess alltaf gefa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.