12.2.2011 | 17:24
Að borga skuldir
Hvað er að þegar þjóð neitar að horfa í auga við að það þarf að borga skuldirnar sínar? Auðvitað eru ekki allir meðsekir en við erum þjóð og við eigum að standa saman í að krafla okkur upp úr vandanum. Að neita að borga Icesave er siðlaust. Í öðrum löndum var fólk sem treysti á að leggja spariféð sitt inn, alveg eins og hér þegar margir treystu bönkunum okkar í blindni. Við sleppum ekki við að bera ábyrgð á því að við vorum sofandi og gagnrýnislaus í "góðærinu".
Undirskriftir gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég myndi frekar orða hlutina á þessa leið: Að láta almenning borga Icesave er siðlaust. Og meir en það: það jaðrar við að vera glæpsamlegt.
Jóhannes Ragnarsson, 12.2.2011 kl. 17:34
Undirskriftasöfnun gegn Icesave er hafin www.kjosum.is
Benedikta E, 12.2.2011 kl. 18:06
Vilt þú borga skuldir þess einkafyrirtækis sem fer á hausinn???
Ef svo þá máttu borga ICESAVE fyrir mér.
Ef þú vilt ekki borga skuldir einkafyrirtækis sem fer á hausinn, þá er svarið einfalt: þú borgar ekki ICESAVE...
ICESAVE er tilkomin vegna falls einkafyrirtækis (Landsbankans), og þá er það ekki í höndum þjóðarinnar að vera skattlögð til hel.... til að greiða fyrir fíflaskap stjórnenda einkafyrirtækis.
Ég ætti þá kanski að setja mig á hausinn og fá þig til að borga skuldirnar þó þú hafir ekki verið ábyrgðarmaður minn...
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 12.2.2011 kl. 18:11
Auðvitað á þjóðin að borga sínar skuldir.
En IceSave er ekki skuld þjóðarinnar, heldur einkafyrirtækis.
Ef það er réttlætanlegt að skattgreiðendur borgi erlendar skuldir einkafyrirtækis, þá gætum við allt eins afhent veskin okkar strax, og afsölin fyrir húsunum okkar þar næst.
Kannski vilja sumir gera það, og verði þeim þá að góðu. Ég skal sjá um að koma eignum þeirra í hendur erlendra aðila, og taka aðeins mjög hóflega þóknun fyrir verkið.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2011 kl. 20:41
Úrsúla.
Til að setja þetta í samhengi að þá þætti þér varla réttlátt ef að ég stofnaði fyrirtæki og sendi þér svo alltaf reikningana og stærði mig svo af góðum rekstri og hagnaði. Tæki svo alla peninga út úr fyrirtækinu kæmi mér fyrir erlendis, setti fyrirtækið á hausinn og enn og aftur sendi innheimtumenn og handrukkara til þin.
Þess fyrir utan vitum við í raun ekki enn hverjar afleiðingar samþykktar eru né heldur hvað seðlabankastjórum UK og IS fór á milli í nú frægu samtali sem ekki má upplýsa sauðsvartann almúgann um.
Upplýstar ákvarðanir er það sem nútímafólk tekur.
Blind uppáskrift er tími fasista og komma.
Óskar Guðmundsson, 12.2.2011 kl. 21:41
Frá hvaða landi kemur þú Úrsúla?
... þetta eru ekki skuldir Íslendinga.....
Þetta eru skuldir þrotabúa einkabanka - en ekki "skuldir okkar"....
Kristinn Pétursson, 12.2.2011 kl. 21:47
Úrsúla, þú hefur án efa viljað borga Icesave líka áður en það minnkaði um nokkur hundruð milljarða, ekki satt? Skiptir nokkru hvort það er 50 eða 200 milljarðar núna, þó að það séu allir viðbótarskattar og heilu sjúkrahúsin sem um munar? Eða skipta upphæðir nokkru máli, bara heiður rétta flokksins?
Ef fólk er spurt hvernig það ætlar að staðgreiða 26.000.0000.000 kr. núna í áfallna vexti, þá verður því svarafátt. Skatta eða niðurskurð, þitt er valið, Úrsúla.
Ívar Pálsson, 12.2.2011 kl. 23:08
Er reyndar skuld Tryggingarsjóðs. Sjóðs er ríkið Ísland ábyrgðist samkv. alþjóðlegum samningum og skuldbindingum að bætti hugsanlegt tap innstæðueigenda upp að ákv. marki.
Eðli og efni máls samkv. er nefndur sjóður undir eftirliti og ábyrgð ríkis og flokkast það þannig samkv. Evrópulögum og EEA Agreement eftir atvikum.
þar fyrirutan er þetta er rétt hjá Ursúlu að siðferðilega ber ríkinu/þjóðinni skylda til að axla ofanlýsta ábyrgð og líklega myndu allar aðrar þjóðir umsvifalaust líta svo á. Afhverju Íslendingar virðast ekki skilja siðferðilegu hliðina sem öskrar frá öllum hliðum - um það skal eg ekkert segja að svo stöddu en dæmi hver sem vill um orsakir og eðli þess.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2011 kl. 00:50
Ég lærði mjög fljótlega í mínu hagfræðinámi að bankar væru jú einkafyrirtæki en vegna kreppunnar miklu störfuðu þeir samkvæmt ströngum reglum. Einnig væri til Trygginingastjóður innistæðueigenda til þess að ekki yrðu gerð áhlaup á banka ef menn teldu hann vera að fara á hausinn.
Íslenska ríkið leyfði bönkunum að stækka hratt, ríkið leyfði bönkunum að stofna útibú í Hollandi og Bretlandi.
Þegar ríkið millifærði okkar innistæður úr gömlu bönkunum í þá nýju, af hverju var það ekki gert í öllum útibúum?
Hvort sem við getum greitt þessa skuld eða ekki, þá er þetta skuld sem við eigum að greiða.
Við kusum þetta yfir okkur. Það þýðir ekkert að væla alltaf eftir á.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 08:11
Sammála pistlahöfundi.
Einar Karl, 13.2.2011 kl. 13:07
Tryggingasjóður er ekki á ábyrgð ríkisins.
Í lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta er í 2. gr kveðið á um stofnun sjóðsins þannig að: "Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun" (ekki ríkisstofnun!). Í 3. gr. er enn fremur skilgreint að aðildarfyrirtæki hans skuli vera "Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu" o.s.frv. Í öðrum greinum laganna er svo skilgreint hvernig starfsemi sjóðsins skuli vera fjármögnuð af aðildarfyrirtækjunum sjálfum.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2007 stendur á bls. 9 og er áréttað aftur á bls. 57 að fella skuli sjálfseignarstofnunina Tryggingasjóð Innstæðueigenda úr D-hluta ríkissjóðs, þar sem "Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans."
Í þágildandi evróputilskipun 94/19/EB um innstæðutryggingar er enn fremur beinlínis lagt bann við því að lögð sé ríkisábyrgð á fjármögnun tryggingakerfisins.
Við værum því að brjóta reglurnar ef skrifað verður undir samninginn. Ef við viljum fara að lögum verður að hafna þessum samningi. Okkur myndi ekki detta í hug að brjóta önnur lög, t.d. umferðarlög þó það sé gerður um það "betri samningur".
Stefán: Þær innstæður sem var hægt að millifæra voru færðar, aðrar ekki þ.m.t. innstæður í erlendum gjaldeyri. Ástæðan er einföld: íslenska ríkið sem útgefandi krónunnar gat haft frjálsar hendur um uppstokkun þess hluta bankakerfisins sem var í krónum. Hinsvegar hefur íslenska ríkið ekki útgáfuvald yfir öðrum gjaldmiðlum og hafði því takmarkaðri úrræði til að fást við gjaldeyrisreikninga. Hluti af vandamálinu haustið 2008 var gjaldeyrisþurrð og það var einfaldlega ekki hægt að bjarga gjaldeyrisreikningum úr gömlu bönkunum. Þó íslenska ríkið hafi gert allt sem hægt var til að bjarga verðmætum við þessar erfiðu aðstæður (allt of seint reyndar en það er önnur saga) þá felur það ekki í sér neina mismunun þó að því hafi aðeins verið bjargað sem hægt var að bjarga. Svo er ekki eins og Íslendingar muni sleppa eitthvað vel frá þessu, kostnaðurinn sem við þurfum að taka á okkur er gríðarlegur þó ekki sé meiru bætt við.
Svo má deila um það hvað sé siðferðislega rétt.
Mér finnst siðferðislega rangt að brjóta lög.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2011 kl. 13:39
Guðmundur: Ertu að segja að gjaldeyrisreikningar innlendra aðila voru ekki færðir í nýju bankana?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 13:50
Ég er að segja að þau útibú sem höfðu meirihluta innstæðna viðskiptavina í erlendum gjaldeyri voru ekki færð.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2011 kl. 14:07
Guðmundur: Er það ekki mismunum? Er ekki mismunun að færa suma gjaldeyrisreikninga á milli banka en ekki alla?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 14:10
Hver þjóð tók ábyrgð á sinn hátt á bankafallinu í sínu landi og undir sínu fjármálaeftirliti. Bretar og Hollendingar greiddu Icesave- innlánsgreiðendum lámarkstryggingu sína í sínum löndum. Íslenska ríkið ábyrgðist allar innistæður á Íslandi.
Engin skuldbinding við önnur ríki hefur myndast enn vegna Icesave, sama hvaða pólítíkusar hafa lofað hverju í gegn um tíðina, eða hverjir tala um siðferðislega skyldu þegna til þess að borga skuldir einkabankanna. Það er ekki fyrr en Alþingi samþykkir lög um það og Forsetinn staðfestir þau. Þá er komin skuldbinding.
Enn getum við staðið á rétti okkar. Þessvegna er mikilvægt að skrifa undir á kjosum.is strax.
Ívar Pálsson, 13.2.2011 kl. 19:50
Ívar: Skuldbinding við einstaklinga á Bretlandi og Hollandi. Er íslenska ríkið ekki skuldbundið öllum þeim einstaklingum sem áttu reikninga í íslenskum bönkum, eða á að mismuna eftir þjóðerni?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 19:55
Stefán, fyrst í stað virtist gefa auga leið að íslenska ríkið ætti að greiða fyrir afglöp Landsbankans, í hvaða landi sem hann væri með útibú. En tilskipun ESB bendir ekki til þess.
Þá bentu menn á neyðarlögin og að um mismunun væri að ræða vegna þjóðernis. En svo er varla, því að hver þjóð skattgreiðenda ákveður að ábyrgjast bankainnistæður í sínu landi. Íslendingar ábyrgðust reikninga útlendinga í bönkum á Íslandi. Neyðarlögin náðu réttilega að halda utan um það sem á Íslandi var, enda er allt erlendis undir stjórn fjármálaeftirlits þar, ss. í Hollandi eða Bretlandi.
Bretar kusu að ábyrgjast ekki innistæður á Guernsey, þótt um breska banka væri að ræða, því að innistæðueigendurnir greiða ekki skatta á Bretlandi.
Ívar Pálsson, 13.2.2011 kl. 23:51
Ívar: Þetta er meira og minna rangt hjá þér og hefur marg oft verið sagt.
Það er algerlega óþarfi að fara að tyggja það hér.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 04:43
Afsakaðu áhyggjur mínar af þessum álögum á íslenska skattþegna, Stefán, þá sem eftir verða á klakanum, en eru ekki í Osló eða Berlín.
Talandi um Berlín, þýskir bankar voru mikið í Grikklandi og á Írlandi.Þeir lögðu hart að ESB að fá þjóðirnar (Grikkland+Írland) til þess að samþykkja á sig ofurálögur bankanna svo að þýskir bankar slyppu betur. Eftir það vilja þeir núna herða reglurnar verulega. Eftir sitja þjóðirnar tvær gersamlega í bankasúpunni.
Eftir hrunið greiða menn bara það sem þeir eru dæmdir til að greiða.
Ívar Pálsson, 14.2.2011 kl. 10:59
Ívar: Einmitt, ég má ekki tjá mig vegna þess að ég bý í Berlin;) Fyrirgefðu.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 11:01
Stefán: "Hvort sem við getum greitt þessa skuld eða ekki, þá er þetta skuld sem við eigum að greiða."
Með hverju á að borga???
Ég hef spurt að þessu ótal sinnum og aldrei fengið svar!
Haraldur Rafn Ingvason, 14.2.2011 kl. 12:11
Haraldur: Með peningum, hverju öðru? Skuldir þarf að borga. Eða hvað gerum við sjálf þegar við þurfum að borga eigin skuldir?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 12:14
Ok, hvar á að taka evrurnar???
Haraldur Rafn Ingvason, 14.2.2011 kl. 12:21
Það er jákvæður viðskiptajöfnuður sem merkir að landið er að safna gjaldeyrisforða. Með þeim forða er hægt að greiða Icesave.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 12:25
,,Engin skuldbinding við önnur ríki hefur myndast enn vegna Icesave, sama hvaða pólítíkusar hafa lofað hverju í gegn um tíðina, eða hverjir tala um siðferðislega skyldu..."
Þetta er nú alveg kostulegur málflutningur.
Skuldbindingin myndast strax er fyrstu evrurnar eða pundin eru lögð inn á reikninga í B&H. Pundin og evrurnar eru lögð inn á reikninganna undir því formerki að ákv. lágmark sé tryggt undir sérstöku tryggingarkerfi sem innleitt hefur verið í gegnum EEA Agreement. Aðilar að máli leggja inn sitt pund í þeirri góðu trú og trausti að Ísland standi við aljóðlegar skuldbindingar.
Nú, ef horft er til eðli og efni máls - þá fengu aðlar að máli á Íslandi allt sitt bætt uppí topp.
það að segja fokk jú við B&H jafngildir því samkv. EEA Agreemnet að sagt hefði verið fokk jú við innstæðueigendur í Vestmannaeyjum og Ísafirði við hrunið. Ísland fékk að starfrækja útibú á þennan hátt undir þeim formerkjum að innstæðueigendur yrðu meðhöndlaðir á sama hátt og á Íslandi samkv. skuldbindingum EEA.
Ísland er siðferðilega skuldbundið þessu viðvíkjandi. Það hve margir virðast eigi sjá eða skynja siðferðilega þáttinn - það hringir viðvörunnarbjöllum. Gerir það nefnilega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2011 kl. 12:49
Lausnin er s.s. að viðhalda jákvæðum viðskiptajöfnuði þar til búið er að greiða (með jöfnuðinum) sem svarar 40-220 milljörðum ikr...?
Haraldur Rafn Ingvason, 14.2.2011 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.