Dómur gegn 9 mótmælendum

Mótmælin verða að vera kröftug svo það sé tekið eftir því. Nöldur í horni gerir ekkert gagn. Ég var satt að segja fyrir vonbrigðum með dómnum gegn níumenningunum. Fyrir hvað er að dæma þessar einstaklinga? Fyrir að nota rétt sinn til mótmæla? Fyrir það að lögreglan og þingverðir brugðust óþarflega harkalega við? Þetta var enginn innrás, það stafaði engum hættu af þessum mótmælum. Upptökur (þessi sem var ekki búið að eyða) sýna þetta vel. Er þetta skilaboð til fólks hér á landinu að mótmælin verða ekki liðin? Að allir eiga að vera sætir og halda kjafti?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er akkúrat það sem þú lagðir til að við gerðum við IceSave. Settumst niður og héldum kjafti.

Það virðist vera að í öðru hverju orði viljirðu púkka uppá lögbrot, t.d. umhverfisráðherra og ofangreint ofbeldi en lúffar svo fyrir stærstu og veigamestu málunum.

Þú ert þá því miður komin í það sem heitir "þversögn".

Óskar Guðmundsson, 17.2.2011 kl. 02:33

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er fyrir löngu komið að því að endurskoða íslensk lög sem eru sum fyrir löngu orðin úrelt. Spáðu í að sumt er ennþá óbreytt frá því að Jónsbók var skrifuð. Með lögum skal land byggja en með ólögum eyðileggja.

Svo ætla ég að benda þér á að maður er ekki að lúffa með því að samþykkja Icesave. Bláköld raunsæi segir mér bara að þetta sé skásta lausnin fyrir okkur.

Úrsúla Jünemann, 17.2.2011 kl. 11:01

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef einstaklingar myndu ryðjast inn í þinghúsið í Þýskalandi með ofbeldi yrði ekki tekið á þeim með neinum silkihönskum. Þeir fengju sannarlega dóm. Tek eftir því að þér fannst flott hjá Svavarsdóttur að fara ekki að lögum varðandi virkjun í Þjórsá.

Þetta viðhorf að við teljum að við þurfum ekki að fara eftir þeim lögum sem ekki samræmast stjórnmálaskoðunum okkar, eða ekki þeir sem eru með sömu stjórnmálaskoðanir og við þótti fínt í nokkur ár í Þýskalandi fyrir 1940. Svo þótti það líka fínt í Austur Þýskalandi eftir stríð. Þetta viðhorf þykir líka fínt meðal alræðissinna. Annars staðar er þetta viðhof flokkað sem ógn við lýðæðið. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.2.2011 kl. 19:59

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er svo sannarlega ógn við lýðræðið að dæma fólk fyrir friðsamlegt mótmæli.

Úrsúla Jünemann, 19.2.2011 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband