21.3.2011 | 10:46
Reglur um kattahald
Hvað má maður eiga mörg dýr? Hversu margir hundar, kettir, páfagaukar, hestar, kanínur o.fl. mega vera á heimilinu? Á Akureyri var ákveðið að enginn má eiga fleiri en 3 ketti. Hvers vegna þessi tala og hvers vegna eru einungis settar reglur um þessi dýrategund? Hvort dýrunum sé almennilega sinnt, fer það ekki eftir stærð húsnæðis og tímanum sem eigandinn tekur sig til að annast ferfætlingana? Hvað mælir á móti að maður á eftirlaunum sem á stórt hús og mikinn tíma vill eiga 10 ketti? Það ætti hins vegar að fetta fingur út í að hundur sé bundinn úti í öllum veðrum allan daginn, sem gerist því miður allt of oft. Hvað má maður eiga marga hesta? Er til fólk sem veit ekki hesta sína tal og sinnir þeim ekki? Er til fólk sem á ekki hús undir hrossin sín? Er til fólk sem er með hestana sína úti allan ársins hring í öllum veðrum og án fóðurgjafa? Væri ekki nær að takmarka dýrahald á svona stöðum?
Athugasemdir
Sæl Úrsúla og hefur þú auðvitað rétt fyrir þér eins og venjulega og þetta með útigangshross er miklu algengara en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Rollur fara mjög ylla á einum bóndabæ á austurlandi og fannst bónda ekkert mál að hafa sjálfdauðar kindur liggjandi úti í haga!! Þar mætti hafa eftirlit og eins með rússneskum læknum sprautandi fólk fyrir stórpening án leyfis í 4 ár. Taktu það upp vina mín.
Eyjólfur Jónsson, 21.3.2011 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.