30.3.2011 | 16:59
Enn og aftur á að leggja steina í götu hjólreiðamanna
Hvernig var það með að efla vistvæna samgöngur? Ekki verður það gert með því að skylda hjólreiðafólk að nota einhvern ákveðinn búnað eins og hjálmar og endurskinsvesti. Bókandi að þeir unglingar sem gætu hugsa sér að hjóla hætta því alveg. Gagn hjálma er mjög umdeilt. Og hvað svo með öðrum vegfarendum? Eiga allir sem eru gangandi að nota einhverja brynju vegna þess að kærulausir ökumenn klessa á þá?
Ég nota hjólreiðarstiga þar sem þeir eru góðir og gagnlegir og ég kemst jafn fljótt eins og að nota göturnar, enda nota ég hjólið sem samgöngutæki. Blandaðir stigar þar sem maður mætir gangandi fólk með börn, barnavagna og hunda í bandi eru ekki mjög spennandi. Og einhverjar krókaleiðir tek ég ekki í mál.
Reiðhjól er viðurkennt faratæki - auk þess að vera leiktæki og tómstundagaman - sem er líka skemmtilegt. Ekki leggja stein í götu þeirra sem vilja sleppa einkabílnum og nota hjól í staðinn!
Á móti skyldunotkun á stígum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér fannst allavega gaman að því í Berlín þegar ég sá fyrstu ljósin fyrir hjól og þegar öskrað var á mig;)
Þá vissi ég að hjól eru mikið notuð í miðbæ Berlínar.
Við verðum að reyna að fá fleiri hjólreiðamenn í miðbæinn og færri bifreiðaeigendur
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 17:17
Ég vil bara benda þér góðfúslega á það að hjálmanotkun á reiðhjólum er jafn nauðsynleg og öryggisbelta notkun í bílum eða hjálmanotkun á mótorhjólum. Ég þekki persónulega 3 tilfelli þar sem reiðhjólaslys fóru verulega illa vegna hjálmleysis. Þar af eitt slys hjá manni sem ég er búinn að þekkja mest alla mína ævi, hann datt á reiðhjóli og slasaðist illa á höfði og hefur verið óvinnufær síðan og það eru rúmlega 20 ár síðan.
Og svo annað, reiðhjólafólk borgar engin gjöld fyrir þær akbrautir sem það notar hvort sem það eru sérúthlutuð mannvirki eða ekki. Með því er ég alls ekki að segja að þeir eigi ekki rétt á sér, síður en svo. En mér finnst alveg merkilegt að það er alveg sama hvað er gert fyrir reiðhjólafólk að það er aldrei nógu gott.
Það sem stór hluti reiðhjólafólks mætti gera þegar það er úti í umferðinni er að sýna tillitssemi...en það er mikil vöntun á því. Og það ætti að skylda ljósa notkun bæði að aftan og framan á ÖLL reiðhjól sem eru í umferðinni alveg eins og ÖLL önnur farartæki.
Þetta er mín skoðun á þessu máli og er ég sjálfur bæði atvinnubílstjóri og mótorhjólamaður.
En það er alveg sama hvar maður stígur niður í lífinu, alltaf eru til svartir sauðir sem eyðileggja fyrir öllum hinum.
Engu að síður vona ég að reiðhjólafólk njóti sín jafnt og aðrir :-)
Sigurður Árni Friðriksson, 30.3.2011 kl. 17:24
Sigurður, lestu umsögnina í heild! http://lhm.is/images/stories/skjol/2011/LHM_Umsogn_Umferdarlog_2011.pdf Hjálmar eru góðir og gildir, en það að banna hjólreiðar án hjálma fækkar óhjákvæmilega hjólreiðamönnum og minnkar þar með öryggi þeirra sem eftir eru því ökumenn eru síður meðvitaðir um þá.
Og helsta ástæðan fyrir því að "alveg sama hvað er gert fyrir reiðhjólafólk það er aldrei nógu gott" er sennilega að það er lítið gert af því að hafa samráð við hjólreiðafólk áður en farið er í framkvæmdir. Svipað og þegar mamman fer og kaupir föt á unglinginn og verður hissa þegar hann vill ekki nota þau.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 30.3.2011 kl. 17:39
Sigurður,
ég borga mínar skattar eins og þú vonandi, og er ekki alveg sátt við í hverju mínar skattpeningar fara.
Ekki hefur verið gert mikið fyrir hjólasamgöngurnar hingað til heldur var litað á hjólreiðar sem tómstundagaman. Okkur hefur vísað á göngustiga, malarvegi eða holótta stiga sem eru ófær á veturna.
Auðvitað eiga reiðhjól að vera með ljósabúnað þegar þau eru notuð í umferðinni, og jafnvel má sekta hjólreiðamenn ef þeir eru ljóslausir á götunum. Er annað að fetta fingur í alla bílstjórar sem aka um á biluðum ljósum?
Úrsúla Jünemann, 30.3.2011 kl. 19:25
Ég borga mína skatta...og bifreiðagjöld af bæði mótorhjóli og bíl og það eru skattarnir sem fara í umferðamannvirki...eða svo er sagt....
Og varðandi það að lítið samráð sé við hjólreiðafólk er bara ekkert öðruvísi en það að yfirvöld hafa heldur ekki samráð við bifhjólafólk eða aðra ökumenn varðandi nein umferðamannvirki.
Og það á SKILYRÐISLAUST að krefjast hjálma notkun á reiðhjólum séu þau í umferð nálægt bílum og þaðan af stærri ökutækjum.
Varðandi ljósanotkun á bílum að þá er það í lögum og því skylda..eins og ég sagði að þá eru alltaf svartir sauðir sem skemma fyrir hinum og svo má ekki gleyma því að það er hlutverk lögreglunar að sjá um eftirlitið á að lögum sé fylgt eftir.
Ég er ekki að gera lítið úr reiðhjólanotkun né þeim sem nota reiðhjól og finnst bara alls ekkert athugavert við það að fólk noti slík farartæki í leik eða starfi, en engu að síður eru svartir sauðir innan þessa hóps eins og allstaðar í okkar daglega lífi.
Sigurður Árni Friðriksson, 30.3.2011 kl. 21:57
Einhver misskilningur er þarna á ferðinni. Gatnakerfi sveitarfélaga er greitt með útsvari og gatnagerðargjöldum en ekki af gjöldum til ríkisins. Það sama má segja um stíga og gangstéttir. Hjólreiðamenn borga útsvar og gatnagerðargjöld eins og hver annar og hafa því greitt fyrir þetta að fullu. Auk þess eru flestir hjólreiðamenn bílaeigendur líka og borga þá líka sitt til ríkisins.
Ríkið sér um stofnbrautir í þéttbýli en fæstir hjólreiðamenn vilja hjóla á þeim af skiljanlegum ástæðum. Þessvegna er það skynsamlegur kostur að byggja stíga meðfram stofnbrautum til að hægt sé að komast milli sveitarfélaga og hverfi án þess að hjóla um Miklubraut, Kringlumýararbraut, Hafnarfjarðaveg, Reykjanesbraut og hvað þetta heitir allt saman.
Árni Davíðsson, 31.3.2011 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.