4.4.2011 | 22:38
Misnotkun Ísland- nafnsins
Jæja, Iceland pet fóður er þá framleitt á Hollandi. Maður keypti þetta í góðri trú um að sé íslenskt gæðafóður, en annað kom á daginn. Má hver sem er nota Ísland- nafnið? Nú standa deilur um hvort hægt er að banna þessar vörur. Skaðlega efnið í því er ekki leyft segja sumir. En aðrir segja að fyrst þetta sé ekki bannað þá sé það örugglega leyfilegt. Skemmtilegt mál að þræta um fyrir lögfræðingana.
Athugasemdir
Einu sinni var þáverandi forseti að tala um umhverfisvernd. Tók sem dæmi um bruðl tannkremstúpu sem var líka í pappakassa. Nokkrum dögum síðar voru umræddar tannkremstúpur "berar" í hillum verslana. Ekki af því framleiðandinn var hættur að bruðla með skóga Evrópu, heldur af því það var ráðinn mannskapur hérlendis til að taka túpurnar úr kössunum áður en þær voru sendar í búðirnar.
Sama hefur maður heyrt um vörur sem eru með íslenskum umbúðum. Þær koma erlendis frá í upphaflegum umbúðum og er umpakkað hérlendis í "Íslenskar" umbúðir, sem eru að öllum líkindum framleiddar erlendis.
Hjóla-Hrönn, 5.4.2011 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.