3.5.2011 | 08:30
Af stað til Eyjar!
Nú kemur að því að fjöldi blak- íþróttamanna leggur af stað í árlega Íslandsmeistarakeppni öldunga (30+). Búast er við að mörg hundrað manns mæta og keppa í 3 daga í mörgum styrkleikaflokkum. Þetta er sennilega stærsta fullorðins- íþróttamót ársins. Á þessu ári verður keppt í Vestmannaeyjum. Skyldi leiðin frá Landeyjarhöfninni vera fær eða siglir Herjólf frá Þorlákshöfn? Ég væri jafnvel frekar fyrir langa sjóferð enda mjög gaman að vera á skipi.
Væri ekki tími kominn að fréttir af þessu móti rötuðu í fjölmiðlar? Það eru jú til íþróttir fyrir utan fótbolta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.