Þurfa íþróttakonur á svona lagað að halda?

Jæja, nú skulu badmintonkonurnar drífa sig í sexí minipils til að íþróttin gæti orðið áhorfendavænar. Blakkonurnar hafa þurft að ganga í gegnum annað eins með niðþröngum búningum. Og tölum nú ekki um strandablak. Þar eru skvísurnar í mini- bikini á meðan strákarnir láta sér nægja víðar buxur og boli sem eru ekki baun kynæsandi. Hvar er jafnrétti í íþróttunum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Davíðsson

Ef ég man rétt léku karlarnir naktir á Ólympíuleikunum til forna.

Eini gallinn á gjöf Njarðar var að konur máttu ekki horfa á!

Árni Davíðsson, 1.6.2011 kl. 15:32

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ótrúlegur andskoti að einhverjum skuli detta í hug að konur "þurfi" að upphefja kynþokkann til að það sem þær eru að gera sé áhugavert.  Ég myndi sko mæta í síðu föðurlandi ef ég væri keppniskona í badminton

Hjóla-Hrönn, 2.6.2011 kl. 00:13

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

það er í stíl við annað sem snertir konur- ef þær ganga til fara eins og - DRUSLUR OG ÆSA KARLA má nauðga þeim- eða það er allavega þeim að kenna- hún æsti hann upp  dæmið- en svo á að draga Íþróttakonur niður á það sama plan og jafnvel Lögreglan er að gagnrýna !

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.6.2011 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband