8.6.2011 | 16:42
Vesalings Geir Haarde!
Hugsa ykkur: Maður var fjármálaráðherra og svo forsætisráðherra í þeirra tíð þegar einkavæðingin stóð sem hæst. Þegar menn fengu að kaupa heila banka á vildarkjörum, þegar sumir einkavinir fengu að vaða hér um og skildu svo eftir sér allt í bál og brand.
Svo mætir þessi maður fyrir landsdóm með grátstaf í kverkin, með alla sína fjölskyldu í fínasta pússi fyrir fjölmiðlana á fyrsta bekk sér til stuðnings. Segist ekki hafa sök á neinu. Hefur ekki gert neitt. En þetta er einmitt málið: Hann hefur ekki gert neitt! Ekkert til þess að stöðva þessa vitleysu, ekkert til að reyna að bjarga það sem hefði verið hægt að bjarga. "Maybe I should have..." Hann hefur bara logið á okkur fram á síðasta dag fyrir hrunið, hefur margoft komið fram í fréttum til að segja okkur að ekkert væri að. "Guð blessi Ísland"!
Til að kóróna aumingjaskapinn þessa manns á nú að safna fyrir lögmannskostnað hans. Vonandi bankar enginn upp hjá mér með bauk í hendi, ég gæti varla stillt mig. Ætli maðurinn eigi ekki góðan sparibauk eftir öll góðu árin á flottu kaupi? Ætla konan hans hafi ekki líka þénað vel?
Margt fólk hefur um sárt að binda eftir hrunið og þyrfti frekar aðstoð.
En í einu er ég ósátt við landsdómsmálið: Ég hefði vilja sjá á bekk með Geir Haarde fleiri einstaklingar: Árni Mattiesen, Björgvin Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttur og fyrst og fremst aðalhrunstjórann Davíð Oddsson.
Athugasemdir
Það sem þú ættir að REYNA að hugsa út í, ef þér gefst vit og ræna. Er það að Íslandi er það til ÆVARANDI skammar, að vera með nornaveiðar.
Milli stríðsáranna, fyrri og síðari, voru þjóðverjar á kúpunni. Menn þurfu að aka með peninga í hjólburum til að kaupa eitt andskotans brauð. Þjóðverjar urðu reirði, og leituð að blórabögglum til að kenna um ófarirnar, og fundu blóraböggla í fjármálaheiminum ... gyðingunum.
Íslendingar, sem eru svona miklir ofvitar, ættu að hafa vit á því að vera ekki að feta í þessi spor ... og taka á sig sjálfa skömmina, sem þeir eiga. Því Íslendingar vissu allir, að þetta var illa fengið fé ... það vissir þú sjálf líka. En þú, og allir aðrir, drukkuð og supuð og voruð á fyllerí á meðan bjór var á könnunni ...
Nú villtu hengja barþjóninn ... ekki fyrir allt ranglætið ... heldur af því að bjórin þraut.
skömm megi verða úr.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 17:53
Ég hef aldrei drukkið og borðað og sukkað á annara manna kostnað. Vertu pínulítið málefnalegur!
Úrsúla Jünemann, 8.6.2011 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.