Íþróttafréttir eða viðskiptafréttir?

Í dag er fyrsta og stærsta íþróttafrétt í DV um að Eiður Smári fer til grísks félags. Mikið er ég orðin leið á þessum "Eiður Smári fréttum"! Hvað hann fékk margar mínútur að spila, að hann sat á bekknum allan leikinn, að hann kom lítið við sögu í hinum og þessum leik, að hann skiptir yfir á hitt eða þetta félag. Félagsskipti og launamál fótboltastjarna mætti frekar birta undir viðskiptafréttum.

Það var hins vegar spilað úrslitaleik á HM kvenna í gær sem var sem betur fer sýnt í sjónvarpi. Í íþróttafréttum dagblaða þótti þessi viðburður ekki eins mikilvægur eins og nýjustu "Eiður Smári frétt", bara smá grein um þetta.

Sem áhugamaður um íþróttir vildi ég óska mér að í blöðunum væri einnig skrifað um annað en fótbolta og líka um viðburðir í heiminum sem enginn Íslendingur tekur þátt í. Til dæmis er stærsta hjólreiðakeppni Tour de France núna í gangi, ekkert minnst á þetta í okkar blöðum. Það þyrfti líklega annað dóp- hneyksli þar til þess að það rati í fréttirnar hjá okkur. Ég saknaði einnig  frétt um Laugarvegshlaupið sem er orðið þekkt þolraun meðan langhlaupara frá mörgum þjóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Alveg satt hjá þér. Farðu að skrifa um þvottavélina þín og hve oft þú skúrar og í hvaða hornum og hvers vegna og hve lengi og ef þú varst þreytt og hvort þú sveitnaðir blablabla...það er muuuun skemmtilegri lestur en þessi íþróttaþættir, golfþættir og ekki gleyma spuuuurningþáttunum um íííþróttir á besta kvöldtíma um helgar.Fjandinn.

Eyjólfur Jónsson, 24.7.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband