Rafmagnsvespur - af hverju ekki?

Í gær hjólaði ég í blíðskaparveðri úr Mósó til Reykjavíkur. Þetta er ágætis líkamsrækt, svona 30 km alls fram og tilbaka. Á leiðinni mætti ég nokkrum rafmagnsvespum sem sigldu hljóðlátt og á hægum hraða framhjá. Og ég skil ekki að sumum eru þessi umhverfisvænu faratæki þyrnir í augum. það er að ferðast á þeim á svipuðum hraða eins og hjá mörgum hjólreiðamönnum, eini munurinn er að notendur þeirra þurfa ekki að "púla". Mér finnst að þessar vespur eiga að vera jafngildar reiðhjólum og hlíða sömu umferðareglum. Ef eitthvað er að þá er bara stigakerfið okkar víðar ófullnægjandi og þarfnast endurbóta. Þarna liggur frekar hættan, en ekki í notkun rafmagnsvespunnar.

Svona í lokinn: Á bæjarferðinni mætti ég 2 bílum sem skröpuðu upp malbikkið á nagladekkjum! Hvar er eftirliti með svona skussum? Slíkt á ekki að eiga sér stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Voru bara ekki tryggingafélögin  að fá rafmagnsvespurnar í skyldutryggingu ? Það er ekkert meiri slysahætta af þeim en af reiðhjóli með þungum manni  á.Gott stígakerfi fyrir reiðhjól rafmagnsvespur og rafskutlur er arðbær framkvæmd.

Hörður Halldórsson, 9.8.2011 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband