Er þetta slæm frétt?

Það að umferð á einkabílum dregst saman er nú alls ekki slæm frétt. Þetta þýðir að landsmenn eru farnir að draga úr óþörfum ferðum og hugsa sinn gang  hvað bílanotkun og eldsneytiseyðslan snertir. Olíufyrirtækin þurfa ekki að væla þótt þau selja minna, þeim er ekki vorkunn. Og að vegaframkvæmdum má fresta með góðri samvisku er bara fagnaðarefni. Vonandi hafa menn til dæmis vit á því að taka Vaðlaheidagönginni af dagsskránni.
mbl.is 8.000 færri bílar um göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er verst ef þessi fækkun stafar af því að fólk hefur ekki efni á að koma sér til og frá vinnu. Það er margt fólk sem fer til og frá vinnu gegnum Hvalfjarðargöngin.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.10.2011 kl. 23:42

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Tek undir þetta.

Umferð mælir fjölda bíla en ekki endilega samgöngur, það er fjölda manna sem fara um. Það eru kannski fleiri sem taka strætó og sameinast í bíl.

Árni Davíðsson, 13.10.2011 kl. 15:21

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Rétt, Árni, og sem fleiri Íslendingar læra að ferðast þannig, sem betri.

Úrsúla Jünemann, 15.10.2011 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband