16.11.2011 | 23:08
Loksins er Landsvirkjun stjórnað af viti
Fagna ber að loksins er maður í brúnni á fyrirtæki sem er í eigu landsmanna. Hörður Arnarson forstjóri lýsti því yfir á landsfund Landsvirkjunar að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar væri langt undir væntingum. Loksins er þarna maður sem á vit á málunum. Hingað til voru menn þar í forystu sem voru skipaðir af pólitískum sjónarmiðum og fegruðu staðreyndir endalaust flokknum í hag. Friðrik Sófusson hafði aldrei þjóðarhag í huga þegar hann var forstjóri Landsvirkjunar. Þar réð ávallt flokkspólitík um hvað var ákveðið. Þannig gat þetta stórslys orðið að veruleika sem Kárahnjúkavirkjun er og mun vera. Hvert starf sem varð þarna til kostar þjóðinni mikið. Það að búa störf í öðrum geirum hefði kostað einungis brot af því.
Hugmyndin um að virkja sem mest og á flestum stöðum er auðvitað fífldirfska og sem fyrst sem landsmenn átta sig á því sem betur. Orkuauðlindir okkar eru ekki endalausar eins og sumir vilja ennþá meina. Tímabilið sem einkenndist af rányrkju hér á landi er að líða undir lok.
Athugasemdir
hu hum, hann var reyndar að vitna í gamla ritgerð háskólastúdends í USA.
Eyjólfur Jónsson, 18.11.2011 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.