Fegurðarsamkeppni í Sjálfstæðisflokknum?

Ég er nú ekki laus við að Sjálfstæðisflokkurinn er að kjósa formann eftir því hver myndi taka sig best út á næsta kosningarbæklingi. Bjarni Benediktsson hafði ekki mikið til brunns að bera í sína ræðu, nema hvað stjórnarflokkarnir eru sífellt að klekkja á aumingja Sjálfstæðisflokkinn sem á þetta alls ekki skilið. Hvernig væri nú að gera upp við fortíðina, þótt það sé ekki þægilegt? Hver átti mestan þátt í hruninu? Hvar stendur Bjarni sjálfur í spillingunni?

Hanna Birna hefur það alla vega fram yfir Bjarna að hún á ekki varasama fortíð í viðskiptamálunum. En hvað getur hún svosem bætt við í stefnu þessa óhreyfanlega flokks sem leyfar ekki einu sinni  öllum flokksmönnum að mæta á fundinn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband