19.11.2011 | 18:23
Davíð, mér verður óglatt!
Davíð Oddsson situr við sín keip hvað varðar að vera málefnalegur. Hann reytir af sér ódýra brandara til að niðurlægja andstæðingar (dæmi um síðasta landsfund VG þar sem einasta skemmtiatriði hefði verið pylsuát og að láta Steingrím segja satt.) Ha, ha, ha!
Það sem bjargaði Ísland meðal annars eftir kreppu var einmitt að láta þennan óhæfan mann fara úr Seðlabankanum. Og byggja upp úr rústum sjálfstökuflokksins það sem hægt var að bjarga. Skapa veruleika sem er ekki byggð upp úr einhverjum skýjaborgum (dæmi: óendanlegar orkulindir). Ég kýs raunsæisstefnu núverandi ríkisstjórnarinnar, þó að ég er ekki aldeilis ánægð með allt sem var gert.
Þrennt bjargaði Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl; Úrsúla !
Afsakaðu; en HRÆSNI þín, er ekkert geðslegri, en þeirra ''Sjálf stæðismanna'', þegar þeir eru að guma, af sínum hryðjuverkum.
Jóhanna - Steingrímur og Sigmundur Davíð; eru af NÁKVÆMLEGA sama meiði, hafir þú ekki, eftir tekið.
Með; fremur þurrum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 20:52
Úrsula, varð þér óglatt á pylsunum. Varð þér ekki líka óglatt þegar skoðanabróðir þinn uppalinn í kommúnistaríkinu Austur Þýskalandi, fór til að semja um Icesave. Hinn skoðanabróðir þinn Steingrímur Sigfússon boðaði glæsilega niðurstöðu. Þá niðurstöðu vildi hann að Alþingi samþykkti án skoðunar. Svo sagði hann að hann myndi bera ábyrgð á samningunum. Auðvitað laug hann því eins og svo mörgu öðru. Samþykkt Icesave I og II hefði þýtt endilegt gjaldþrot íslensku þjóðarinnar.
Ætli ógleði þín stafi ekki aðeins af pylsuátinu, heldur ekki síður að styðja öfgaöflin til vinstri sem níðast nú á íslensku þjóðinni.
Sigurður Þorsteinsson, 20.11.2011 kl. 16:08
Góðan daginn, Sigurður. Ég hefði viljað að þú myndi skoða með mér fortíð og ábyrgð hans Davíðs en ekki að hlaupa í allt annað. Við gætum kannski spjallað svo saman um hann Steingrím í öðrum pistli.
Úrsúla Jünemann, 24.11.2011 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.