Byssuleikir

Vesalings veiðimenn,

nú á að banna svartfuglaveiði og eggjatekju af því að fuglastofnarnir eru að hrynja. Menn vilja að vísu meina að veiði hafi þar engin áhrif en náttúran á auðvitað að njóta vafans uns annað hefur komið í ljós. Á meðan geta menn fundið sér eitthvað annað til dundurs og dægrastyttingu en að murka lífið úr fuglum og stela egg. Enginn hér á landi er lengur svo áframkominn af hungri að hann þarf á þessum mataruppsprettum að halda eins og í gamla tíð. Og byssusportið er hægt að stunda á annan hátt en að skjóta á saklaus dýr. Umhverfisráðherra á lof skilið fyrir vasklega framgöngu í umhverfismálunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband